Káffipása - Myndlistarsýngin Sigtryggar Bergs Sigmarssonar
25, desember 2024 - 05, janúar 2025
(sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.00
Vefsíða
https://hannesarholt.is/vidburdur/kaffipasa-myndlistarsyning-sigtryggs-bergs-sigmarssonar/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu
Sigtryggur Berg opnar myndlistarsýninguna “Kaffipása” í Hannesarholti, þann 19. september kl. 15:00. Sýningin er sölusýning og mun standa yfir til 08. október og verður til sýnis alla daga nema sunnudaga og mánudaga frá kl. 11:30-16:00
Um sýninguna hefur Sigtryggur þetta að segja: “þegar mér var boðið að sýna í hannesarholti datt mér strax í hug seríu af teikningum sem ég gerði í ghent, belgíu árið 2012 sem hét “kaffi og kökur” og voru abstrakt teikningar þar sem ég bætti við formum sem maður sá kannski sem kaffibolla og/eða kökur. svo ég fór þá að leita af þessari seríu í öllum kössunum hérna hjá mér þar sem ég geymi eldri verk og eftir langa leit gafst ég upp. en nokkrum tímum seinna ákvað ég að tjékka betur á þessu og fór að hringja í vini og kunningja heima á íslandi að spyrja hvort þetta væri kannski í geymslu hjá þeim eitthvað. því mig langaði svo að sýna þessa seríu í hannesarholti sagði ég. en eftir ennþá lengri leit fattaði ég loksins að ég hafði selt seríuna til konu sem leit við í heimsókn á vinnustofuna hjá mér í ghent, belgíu og hafði ég útskýrt fyrir henni verkið og að því loknu keypti hún alla seríuna. nema hvað að ég hafði bara gleymt því að þetta hafði átt sig stað. enda smá síðan að þetta átti sér stað og maður orðinn gleyminn en þó ekki staðnaður. langt í frá. en ljósmyndir á ég af þessari seríu til hjá mér á hörðum disk og eftir að hafa skoðað þær ljósmyndir og stúderað vandlega datt mér í hug að ég gæti endurgert teikningarnar að hluta til. auðvitað ekkert alveg eins og upprunalega serían. en allavega látið reyna á það. svona reyna gera eitthvað í svipuðum dúr. en það var bara ekki sjens. af þessum ljósmyndum að sjá var það einsog þetta væri teiknað af einhverjum öðrum. semsagt ekki mér. svo ég gat engan veginn teiknað í þessum stíl akkúrat núna. allavega ekki í dag. en sýninguna í hannesarhotli ætlaði ég einmitt að kalla eftir þessari seríu. þar að segja “kaffi og kökur” – og hefði það sjálfsagt dekkað konseptið. heildarhugmyndina fyrir sýninguna. að mér fannst allavega. titlar koma nefnilega oft upp um verkin. en það má þó staldra aðeins lengur við eitt og eitt málverk. skoða lengur og ítarlega. þá kemur oft margt annað í ljós. eitthvað sem áhorfandinn tengir kannski við sig pérsónulega. sitt líf. sínar upplifanir. sína drauma. en í þýskalandi hef ég fengið að kynnast því að það sé mikilvægt að taka sér pásur af og til yfir daginn og fá sér kaffi. þessar pásur kallar fólk hér “kaffeepause”. eða á góðri íslensku “kaffipása”. sit ég hér við skrif einmitt með kaffi. svo ég ákvað að kalla sýninguna “kaffipása”. málverkin fyrir sýninguna voru unnin með þetta allt saman í huga. og þar með býð ég fólki að koma, njóta verkana, fá sér kaffi og með því.” – Sigtryggur Berg, 3.9.24
Sigtryggur Berg Sigmarsson (f. 1977) er mynd-, hljóð- og gjörningalistamaður sem býr í Þýskalandi. Hann stundaði myndlistarnám í Hannover hjá prófessor Ulrich Eller og lauk meistaragráðu frá Fachhochschule Hannover Bildende Kunst árið 2003. Áður hafði hann stundað nám við Konunglega konservatoríið í Haag á árunum 1997 – 1998.