Sjómannadagurinn
2. júní 2024
Sjómannadagurinn er fjölskylduhátíð sem fjallar um allt sem viðkemur hafinu, menningu tengda sjómennsku, skip, sjómenn, fisk, ýmsan fróðleik og sjómannalögin góðu í bland við góða skemmtun. Sjómannadagurinn hefur náð að vaxa og dafna undanfarin ár og er nú orðin ein af stærri hátíðum Reykjavíkurborgar en rúmlega 40.000 manns lögðu leið sína niður að höfninni í fyrrasumar. Árið 2017 voru 100 ár liðin frá því að fyrsta áfanga hafnargerðar í Gömlu höfninni í Reykjavík lauk og 80 ár liðin frá því að Sjómannadagsráð var stofnað. Að hátíðinni standa Faxaflóahafnir, Sjómannadagsráð og Brim.