Borgarkortið

Borgarkortið er þægilegasta og hagkvæmasta leiðin til að upplifa borgina okkar.

Borgarkortið veitir frían aðgang að fjölda safna og sundlauga ásamt því að gilda sem aðgangseyrir í strætó innan höfuðborgarsvæðisins. Að auki veitir kortið afslætti í ýmsum verslunum og af þjónustu.

Aðgangur að söfnum er ókeypis fyrir börn undir 18 ára en það er rukkað fyrir 12 ára og eldri í strætó. Einnig er aðgangur ókeypis fyrir börn frá 0-16 ára í sund, en rukkað er fyrir 5 ára og eldri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.

Gott er að vita að eldri borgarar (67+) fá frían aðgang að sundlaugum Reykjavíkur og söfnum í eigu borgarinnar. Auk þess býður Listasafn Íslands, Safnahúsið og Þjóðminjasafnið eldri borgurum (67+) 50% afslátt af aðgangseyri.

Hægt að kaupa Borgarkort Reykjavíkur rafrænt hér á heimasíðunni. Einnig er hægt að nálgast kortið á eftirfarandi aðgangsstöðum:

Kaupendur fá afhendingarseðil sendan í tölvupósti og geta svo nálgast Borgarkortið á eftirfarandi stöðum:

  • Borgarsögusafn Reykjavíkur – Árbæjarsafn
  • Borgarsögusafn Reykjavíkur – Sjóminjasafn
  • Borgarsögusafn Reykjavíkur – Ljósmyndasafn
  • Borgarsögusafn Reykjavíkur – Landnámssýningin
  • Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn
  • Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús
  • Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir

Hægt er að virkja kortið þegar það er sótt eða þú getur beðið um að það sé virkjað á ákveðnum tíma ef þú ætlar þér ekki að nota það strax. Þegar kortið hefur verið virkjað gildir það í 24, 48 eða 72 klukkustundir, eftir því hvernig kort þú valdir.

Borgarkort verð 2023:

                            Fullorðnir 
24 klukkutímar   5.040 kr.     
48 klukkutímar   7.000 kr.      
72 klukkutímar   8.630 kr.     

 

Borgarkortið veitir aðgang að:

Öllum sundlaugum Reykjavíkur.

Listasafni Íslands

Þjóðminjasafn Ísland

Strætó

Árbæjarsafni

Sjóminjasafninu í Reykjavík

Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Landnámssýningunni

Viðey

Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Safnahúsinu

Ásmundarsafni

Hafnarhúsi

Kjarvalsstöðum

Safn Sigurjóns Ólafssonar

Hús Ásgríms Jónssonar

Gerðarsafn

 

Borgarkortið veitir eftirfarandi afslætti:

 

Afþreying:

Perlan - 10% afsláttur af Wonders of Iceland og Áróru norðurljósastjörnuverinu

Höfuðstöðin - The Home of Chromo Sapiens - 15% afsláttur

Aurora Reykjavík – 50% afsláttur í The Northern Lights Centre

Bíó Paradís – 25% afsláttur af miðaverði

Harpa – 20% afsláttur af Hringátta sýningu

Harpa - 15% afskáttur af Perlum Íslenskra sönglaga

Sögusafnið – 10% afsláttur af aðgangseyri

Skemmtigarðurinn í Grafarvogi – 2 fyrir 1 í mínigolf frá júní til ágúst

The Cinema, við höfnina – 20% afsláttur af aðgangseyri

Expo skálinn – 20% afsláttur af aðgangseyri

Reðursafnið – 20% afsláttur af aðgangseyri

Sinfóníuhljómsveit Íslands – 10 % afsláttur af miðaverði á vikulega tónleika og opnar æfingar.

Whales of Iceland, hvalasýningin – 30% afsláttur af aðgangseyri

Safn Einars Jónssonar - 20% afsláttur

 

Veitingastaðir og kaffihús:

Fiskifélagið  – 10% afsláttur af matseðli

Geysir Bistro – 10% afsláttur af matseðli

Hannesarholt – 10% afsláttur af matseðli

Höfnin – 15% afsláttur af matseðli

Kopar – 10% afsláttur af matseðli

Lebowski Bar – 10% afsláttur af matseðli, Happy Hour daglega frá 16 - 19

MAR – 15% afsláttur af matseðli

Ning‘s – 10% afsláttur af matseðli

Pho Vietnamese restaurant – 10% afsláttur af matseðli

Restaurant Reykjavík – 10% afsláttur af matseðli

Rossopomodoro – 10% afsláttur af matseðli

Sjávargrillið – 10% afsláttur af matseðli

Verslanir

Handprjónasambandið – Keyptu prjónaða peysu og fáðu fría Varma sokka.

Systur & Makar – 10% af öllum vörum

 

Ferðir:

Elding Whale Watching – 10% afsláttur af öllum ferðum

Gray Line Iceland – 25% afsláttur af Greater Area Reykjavík Sightseeing tour (AH10) 

Íshestar – 15% afsláttur af Lava horse tour kl. 14:00

Reykjavík Bike & Segway Tours – 10% afsláttur af Classic Reykjavik Bike Tour, Reykjavik Segway Tour & hjólaleigu.

Season Tours – 10% afsláttur af Golden Circle Tour

Special Tours Wildlife Adventures – 10% afsláttur af ferðum

 

#visitreykjavik