Klambratún
Flókagata 24, Reykjavík 105, +354 411 1111
Vefsíða: https://reykjavik.is/stadir/klambratun
Tölvupóstur: upplysingar@reykjavik.is
Klambratún er með stærri almenningsgörðum í Reykjavík og setur mikinn svip á Hlíðahverfið. Klambratún, sem hefur einnig borið heitið Miklatún, afmarkast af Hringbraut, Rauðarárstíg, Flókagötu og Lönguhlíð en svæðið er nefnt eftir býlinu Klömbrum.
Klambratún er einn stærsti almenningsgarðurinn sem var sérstaklega hannaður sem hluti af aðalskipulagi borgarinnar en hönnun hans hófst upp úr 1960. Klambratún skiptist í stórar grasflatir, trjálundi og leik- og íþróttasvæði og er í dag vinsælt útivistarsvæði. Kjarvalsstaðir, sem hýsir sýningarrými Listasafns Reykjavíkur, er staðsett við norðurenda Klambratúns.