Bókasamlagið
Opnunartími:
mán - sun: 10.00 - 18.00
Vefsíða: https://bokasamlagid.is/
Tölvupóstur: info@bokasamlagid.is
Verið velkomin á 100% vegan kaffihúsið okkar með nýmöluðuð kaffi frá Kaffibrugghúsinu. Kaffihúsið er vinnuaðstaða fyrir rithöfunda, staður fyrir fyrirlestra, útgáfuhóf og fleiri viðburði. Kíktu við og fáðu þér gott kaffi og lestu góða bók.
Bókasamlagið veitir ráðgjöf og þjónustu til höfunda, sérstaklega þeirra sem kjósa að gefa út sjálfir en þurfa á þeirri þjónustu að halda sem bókaforlög leggja alla jafna til eins og ritstjórn, prófarkalestur, umbrot, markaðssetning og dreifing.
Við viljum að höfundar fái meira í hlut sinn þegar bók er gefin út og auðvelda aðgengi þeirra að réttum upplýsingum, samstarfsaðilum við hæfi og þjónustu sem hægt er að sameinast um.