Oslóartréð á Austurvelli

Jólaborgin

Reykjavík er komin í jólabúning og á aðventunni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í miðborginni og víðar. Jólakötturinn er nú kominn á sinn stað og jólaljósin, um 200 perur og 20 kílómetrar af jólaseríum, setja svip sinn á umhverfið. Oslóartréð, sem á sér fastan sess í hugum borgarbúa, lýsir upp Austurvöllinn og er ómissandi hluti af jólaborginni. Kynntu þér hina fjölbreyttu dagskrá sem er í boði í desember. Góða skemmtun.
Oslóartréð

Tendrun jólatrésins markar upphaf jólaborgarinnar Reykjavíkur en tréð er sótt í norska lundinn í Heiðmörk. Rúm hálf öld er síðan það var kveikt á trénu í fyrsta skipti og minnir á áratuga vinasamband Reykjavíkur og Oslóarborgar.

Jólavættirnir
14 jólavættir er að finna víðs vegar um borgina. Ratleikurinn er snjallvæddur og auðvelt að nálgast hann á heimasíðu Jólavættanna
Jólaskógur í Ráðhúsinu
Decorations hanging from the ceiling in City hall
Tjarnarsal Ráðhússins verður venju samkvæmt umbreytt í jólaskóg í aðdraganda hátíðanna þar sem fjölskyldur geta komið saman, slakað á, leikið sér og virt fyrir sér dýrðina.
Jólakötturinn
Jólakötturinn á Lækjartorgi mætir 18. nóvember en hann er orðinn fastagestur í jólahaldi borgarbúa og boðar upphaf jólastemningar í miðborg Reykjavíkur
Jólakvosin
Kvosin í Reykjavík klæðir sig í hátíðarbúning í desember. Jólakvosin er jólamarkaður sem opnar í hjarta Kvosarinnar við Novasvellið á Ingólfstorgi
Jólatréssala í gróðurhúsinu á Lækjartorgi
Skógræktarfélag Reykjavíkur kemur upp glæsilegu útibúi af Jólamarkaðinum í Heiðmörk í Gróðurhúsinu á Lækjartorgi þann 16. desember og verður fram á Þorláksmessu
Stuðsvellið á Ingólfstorgi
Jólaandinn mun svo sannarlega svífa um svellið. Í ár getur þú bókað þína jólastund á Stuðsvellinu og notið þess að skauta með þínu uppáhalds fólki.
Jólamarkaðurinn Hjartatorgi
HJartartorg
Það verður dásamleg jólastemning á Hjartatorgi á aðventunni þar sem hægt verður að finna fjölbreytt úrval af smávöru, matvöru og skemmtilegar jólavörur.
Jólin á Árbæjarsafni
Jóladagskrá Árbæjarsafns er ómissandi hluti aðventunnar í borginni enda leitun að stað sem er eins notalegt og skemmtilegt að heimsækja á þessum tíma árs.
Jóladalurinn - Jól í Laugardal
ljósadalurinn
Skoðaðu Ljósadalinn í allri sinni dýrð og fáðu þér göngutúr í grasagarðinum sem endar á heitum kakóbolla í húsdýragarðinum með fjölskyldunni
Jólin í Listasafni Reykjavíkur
Allar jólavættir Reykjavíkurborgar verða búnar að koma sér fyrir í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi fimmtudaginn 3. desember og ætla að gleðja gesti safnsins í aðdraganda jólanna. 
Jól á bókasafninu
Jólin á Borgarbókasöfnunum eru spennandi og fjölbreytt svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi til að njóta á aðventunni.
Jólamarkaður og jólaskógur Skógræktarfélags Reykjavíkur
Jólamarkaðurinn að Elliðavatnsbæ í Heiðmörk er haldin ár hvert af Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Þar er mikil og ljúf jólastemming á aðventunni, og ánægjulegt að sjá að heimsókn á jólamarkaðinn hefur fest sig í sessi sem aðventuhefð hjá mörgum fjölskyldum.

Viðburðir á aðventunni

Mozart við kertaljós í fjórum kirkjum
Lessons and Christmas Carols!
Jólaþorpið í Hafnarfirði
HÁTÍÐARHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT
SYNGJUM JÓLIN INN!
Jólasögustund og föndur
JÓLAMATARMARKAÐUR ÍSLANDS
1. des hátíð á Árbæjarsafni
Jólin tala tungum: Filippeyskt jólaföndur og leiðsögn
Jólin tala tungum: Litháensk jólasmiðja
Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju – Íslenskar og erlendar perlur

#borginokkar