Jólaball á bókasafninu
  • Heim
  • Jól á bókasafninu

Jól á bókasafninu

Það er fátt notalegra en að kíkja á bókasafnið á aðventunni, hvort sem fólk vill næla sér í góða bók til að lesa í skammdeginu eða eiga notalega stund í aðdraganda jóla. 

Dagskrá Borgarbókasafnsins er fjölbreytt og við ættum öll að geta fundið eitthvað sem höfðar til okkar. Boðið er upp á barnabókaball, upplestur úr glænýjum bókum, jazz tónleika, ýmis konar föndurstundir, samsöng, spilakvöld og margt fleira.

Jóladagatalið verður svo á sínum stað þar sem börninfá að opna einn kafla á dag og lesa eða hlusta á söguna Stúlkan sem skemmdi (næstum því) jólin. Þeir sem vilja fylgjast með jólabókaflóðinu á samfélagsmiðlum fá stikkprufur þar sem höfundar kynna bækur sínar í örmyndböndum.  

Fylgist með lífinu á söfnunum á: 

www.borgarbokasafn.is 

www.facebook.com/Borgarbokasafnid 

www.instagram.com/borgarbokasafn/

 

#borginokkar