Jólamarkaðurinn Hjartatorgi
Jólamarkaðurinn á Hjartatorgi opnar 2. desember og verður haldinn allar helgar í jólamánuðinum frá 13-18 og svo frá 21.-23. desember frá 16-20. Þar verður að finna fjölbreytt úrval söluaðila með smávörur, matvörur og aðrar spennandi jólavörur. Einnig verða ýmis skemmtiatriði á svæðinu og mikið verður lagt úr að gera markaðinn sem jólalegastan.