Jólin í Listasafni Reykjavíkur
Allar jólavættir Reykjavíkurborgar verða búnar að koma sér fyrir í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi fimmtudaginn 1. desember og ætla að gleðja gesti safnsins í aðdraganda jólanna.
Jólavættunum er ætlað að kynna sérstöðu Reykjavíkurborgar fyrir innlendum og erlendum gestum hennar. Þær birtast jafnframt þann 1. desember á húsveggjum víðsvegar um borgina þar sem þeim verður hampað. Samfara því fer af stað spennandi ratleikur sem nefnist Leitin að jólavættunum sem byggist á að finna vættirnar og svara léttum og skemmtilegum spurningum um þær.
Hægt er að nálgast leikinn hér - Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann sem sigrar í leiknum og verða úrslitin kynnt þann 20. desember.
Það er því tilvalið fyrir fjölskyldur að koma við í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi og kíkja á allar jólavættirnar á einum stað og leita síðan að hverri og einni á húsveggjum borgarinnar.
Sjá viðburðadagatal Listasafns Reykjavíkur