Jólin á Árbæjarsafni
10. og 17. desember 13:00-16:00
Bráðum koma blessuð jólin er yfirskrift jóladagskrár Árbæjarsafns sunnudagana 10. og 17. desember en þá daga gefst gestum tækifæri að njóta aðventunnar og upplifa jólin eins og þau voru í Reykjavík í þá gömlu góðu daga.
Jólaundirbúningur er í fullum gangi í bænum. Í Árbæ má sjá heimafólk skera út laufabrauð, kemba ull og spinna garn. Í Hábæ bjóða húsbændur gestum að smakka íslenskt hangikjöt og í Nýlendu er maður að tálga skemmtilegar fígúrur úr tré. Í Efstibæ er verið að sjóða skötu í potti og í Miðhúsum er verið að prenta falleg jólakort. Í hesthúsinu í Garðastræti má sjá hvernig kerti úr tólgi ertu steypt.
Helstu viðburðir:
14:00 Guðsþjónusta í kirkjunni
15:00 Söngur og dans í kringum jólatréð
14:00-16:00 Jólasveinar skemmta gestum á víð og dreif um safnsvæðið
Frítt inn fyrir börn, öryrkja og Menningarkortshafa. Aðrir greiða 2.220 kr.