Jólatréssala í gróðurhúsinu á Lækjartorgi
Skógræktarfélag Reykjavíkur kemur upp glæsilegu útibúi af Jólamarkaðinum í Heiðmörk í Gróðurhúsinu á Lækjartorgi þann 16. desember og verður fram á Þorláksmessu.
Hægt er að gera kostakaup á markaðinum nú eða bara kíkja við og finna fyrir ilminum og fegurðinni.
Njótum miðborgarinnar og pössum upp á hvert annað.