Stuðsvellið á Ingólfstorgi
Á Stuðsvellinu mun jólaandinn svífa yfir á meðan þú svífur á svellinu. Við mælum með því að þú mætir 10 mínútum áður en að þín gleðistund byrjar svo að þú sért örugglega með skauta á fótum og hjálm á höfði þegar þín skautastund hefst. Hlökkum til skauta inn í jólin með þér!
Léttar veitingar og drykki má finna við Stuðsvellið til að halda á þér hita á milli skautaferða og koma þér í jólaskapið!
Stuðsvellið er opnar 24. nóvember og er opið flest alla daga í desember frá kl. 12:00 – 22:00.
Þorláksmessa 12:00 - 22:00
Aðfangadag: lokað
Jóladag: lokað
Annar í jólum: 12:00-20:00
Gamlársdagur: 12:00 - 16:00
Við hlökkum til að skauta með ykkur inn í jólin!
Íþróttatíminn og fyrirtækjafjörið verður draumi líkast á svellinu. Við tökum sérstaklega vel á móti skóla- og fyrirtækjahópum! Heyrið í okkur í gegnum studsvellid@nova.is til að fá frekari upplýsingar