Jóladalurinn - Jól í Laugardal
Ljósadalurinn í Fjölskyldugarðinum.
Lengri opnunartími á aðventunni
Jólaljós hafa verið sett upp um allan garð og töluvert bæst við svo nú er ævintýri líkast að ganga um garðinn í rökkrinu, heimsækja dýrin og sjálfan jólaköttinn. Útigrillin verða opin fyrir þau sem vilja grilla kvöldmatinn úti í ljósadýrðinni og öllum er boðið í hringekjuna á kvöldopnunum í desember.
Kvöldopnanir verða í desember líkt og undanfarin ár en opið verður til klukkan 20 föstudaga til sunnudaga frá 1.desember til jóla. Verkefnið Jólaland í Laugardalnum var kosið í hverfakosningum í ár og því býður „Hverfið Mitt“ öllum að heimsækja jólaljósaskreyttan Fjölskyldu- og húsdýragarðinn frá kl. 17 – 20 föstudaga til sunnudaga frá 1. desember til jóla. Hefðbundinn opnunartími er annars alla daga frá kl. 10 til 17 og þá gildir hefðbundinn aðgangseyrir.
Grasagarðurinn
Það er yndislegt að fá sér göngutúr á ferskum vetrardegi í Grasagarðinum og enda á heitu kakói í Café Flóru. Athuga að opnunartími á veturna er frá 10 -15
Ásmundarsafn
Skoðaðu sýninguna Eftir Stórhríðina eftir Unndór Egil Jónsson á Ásmundarsafni. Á sýningunni mætast myndhöggvarar tveggja tíma í samtali sem veitir nýja sín á arfleifð Ásmundar Sveinssonar ásamt því að kynna fyrir gestum ný verk starfandi listamanns.
Safnið er opið alla daga frá 13-17
Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar
Skautahöllin
Fylgist með opnunartímum í Skautahöllinni á heimasíðu þeirra hér