Jólakvosin
Kvosin í Reykjavík klæðir sig í hátíðarbúning í desember. Jólakvosin er jólamarkaður sem opnar í hjarta Kvosarinnar við Novasvellið á Ingólfstorgi og stendur 2.– 3. des, 9.–10. des, 16.-17. des, og 21.–23. desember.
Þar verða fjölbreyttir sölubásar með gómsætum kræsingum, sælgæti, jólaglöggi, vörum, ásamt ýmislegu öðru skemmtilegu sem koma öllum í gott jólaskap.
Í Jólakvosinni verða síðan haldnir minni viðburðir sem auglýstir verða síðar á fésbókarsíðu jólamarkaðarins