Foreldrastund - Hvað á að lesa fyrir þau minnstu?
27, nóvember 2024 - 30, nóvember 2024
(sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.15 - 13.00
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu
Okkur langar að bjóða foreldrum með börn á aldrinum 0-3 ára að kíkja til okkar í notalega morgunstund. Njótum samveru, spjöllum, leikum og kynnumst sniðugum bókum fyrir þennan aldur.
Við munum hefja bókaspjallið klukkan 11:00 og er tilvalið að mæta aðeins fyrr, fá sér kaffi og koma sér fyrir annað hvort í sófunum okkar eða á mottunni. Tilvalin stund fyrir þá sem langar að fræðast örlítið um hvaða barnabækur eru í boði, hitta aðra fullorðna eða einfaldlega leiðist aðeins í fæðingarorlofinu. ;)
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Nánari upplýsingar veitir:
Brynhildur L. Ragnarsdóttir
brynhildur.lea.ragnarsdottir@reykjavik.is