Piparkökutrúðar | Silly Suzy & Momo

Hamraborg 6, 200 Kópavogur

Dagsetningar
Salurinn
21, nóvember 2024 - 07, desember 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 20.00 - 21.00

Vefsíða https://menning.kopavogur.is/event/piparkokutrudar-silly-suzy-og-momo-2/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Bráðskemmtileg og jólaleg fjölskyldusýning. Kjörin fyrir börn á aldrinum 4 - 9 ára. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Trúðavinkonurnar Silly Suzy og Momo eru jólabörn og hlakka mikið til hátíðarinnar. Silly Suzy hefur aldrei dvalið á Íslandi áður um jólin - hún er frá Clown Town í Bandaríkjunum - svo Momo vinkona hennar kennir henni hvernig skemmtilegast sé að njóta saman aðventunnar á Íslandi.

Þær vinkonur bregða sér saman á skautasvell og búa til snjókall, skreyta allt hátt og lágt og baka piparkökur. Allt með hæfilegri blöndu af trúðalátum og prakkarastrikum, loftfimleikum og alveg geggjuðum jólalögum sem koma okkur öllum í sannkallað jólaskap.

Sýningin er á íslensku og ensku og stendur yfir í um hálftíma. Frábær fjölskylduskemmtun með áherslu á börn á aldrinum 4 til 9 ára.
Fram koma Lauren Charnow og Alice Demurtas.

🎄🎄

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Svipaðir viðburðir

LHÍ Jam Session
Að standa á haus: DJ Jón Halldór
Að standa á haus: Sandrayati og Laglegt
Foreldrastund - Hvað á að lesa fyrir þau minnstu?
Foreldrastund - Hvað á að lesa fyrir þau minnstu?
RáðStefna – Stefnumótun í menningargeiranum
Séropnun verður fyrir einhverfa og fólk með skynúrvinnsluvanda.
Jólablóm
Piparkökutrúðar | Silly Suzy & Momo
Klassík í Hjallakirkju
Jólakötturinn mætir á Lækjartorg
Kahalii
Opnun – Landnám og Kahalii
Könglar og kósý | Fjölskyldustund á Lindasafn
Upphitaði garðskálinn - heita, kalda og frostfría gróðurhúsið
JÓLAÓRATÓRÍAN I-III og V eftir J.S.Bach sunnudaginn 29. des kl. 17 í Eldborg Hörpu
🥁Höfum hátt! - verkstæði Hugmyndasmiða í Elliðaárstöð 🎨
Leiðsöngvahljóðsögn | Endrum og sinnum
RáðStefna – Stefnumótun í menningargeiranum
Leiðsöngvahljóðsögn | Endrum og sinnum

#borginokkar