Upphitaði garðskálinn - heita, kalda og frostfría gróðurhúsið
19, september 2024 - 21, nóvember 2024
(sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 17.00 - 18.00
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu
Langar þig að rækta vínvið með góðum árangri eða spennandi skrautjurtir sem þrífast ekki utandyra á Íslandi?
Þriðjudaginn 5. nóvember nk. kl. 17 munu garðyrkjufræðingar Grasagarðs Reykjavíkur fjalla um hvaða plöntur henta í gróðurhús og garðskála, hvort sem um er að ræða heit, köld eða frostfrí og fara yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga varðandi þrif, klippingar, áburðargjöf og fleira.
Fræðslan fer fram í garðskála Grasagarðsins.
Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!