Sýning | Skissur verða að bók – Alexandra Dögg Steinþórsdóttir

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Grófinni
07, september 2024 - 02, nóvember 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 14.30 - 15.30

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/born/syning-skissur-verda-ad-bok-alexandra-dogg-steinthorsdottir
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á þessari sýningu getur þú séð inn í töfrandi heim barnabókanna. Myndhöfundur leyfir okkur að fylgjast með hugmyndavinnu og skissugerð sem að lokum verða að fullsköpuðum myndum í barnabókum.

Alexandra Dögg Steinþórsdóttir fæddist á Akureyri 1991 en býr nú og starfar í Reykjavík. Hún er með diplóma í teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og hefur myndlýst fyrir fjölda aðila svo sem Bíó Paradís, Þroskahjálp, Reykjavíkurborg og ASÍ. Hennar fyrsta bók Mér líst ekkert á þetta kom út árið 2023 en Alexandra Dögg hefur skapað furðusögur og gert myndir frá barnsaldri. Hún vinnur mest með vatns-og gouache liti.

Á sýningunni verður hægt að sjá allt efnið sem Alexandra Dögg vann að í sköpunarferli bókarinnar, frá fyrstu skissum yfir í lokaafurðina.

Boðið verður uppá skrímslasmiðju fyrir börn í tengslum við sýninguna.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100

Svipaðir viðburðir

Núritun Live Coding Space | Leggjum línurnar
Árskorthafar | Er þetta list?
Sýningaropnun | Hreinn Friðfinnson: Endrum og sinnum
Hafnar.fest 2024: Opið hús
Ullarkórónur – Fjölskyldusmiðja með Judith Amalíu
Ó!Rói – Aðventusmiðja fyrir fjölskyldur með ÞYKJÓ
Piparkökuarkitektúr – Fjölskyldusmiðja með ÞYKJÓ
Áramótahattar! – Fjölskyldusmiðja með H A G E hattagerðarmeisturum
Ull
Vík Prjónsdóttir – Ævisaga
Haustfrí | Rafmagnaður taktur - Taktsmíðar með Fusion Groove
Vaxið úr grasi – samband plantna og smádýra
Sjónlýsing – Jónsi: Flóð
Landnámssmiðja fyrir börnin / Þátttaka er ókeypis!
Káffipása - Myndlistarsýngin Sigtryggar Bergs Sigmarssonar
Ertu að læra íslensku?
Sýning | Skissur verða að bók – Linn Janssen
Sýning | Skissur verða að bók – Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
Samverustund til að fagna lífi og list Hreins Friðfinnssonar (1943-2024).
Leiðsögn á pólsku

#borginokkar