Ó!Rói – Aðventusmiðja fyrir fjölskyldur með ÞYKJÓ

Garðatorg 1, 210 Garðabær

Dagsetningar
Hönnunarsafn Íslands
19, september 2024 - 30, nóvember 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.00 - 17.00

Vefsíða https://www.honnunarsafn.is/vidburdir/oroi
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

„Ilmandi kanilstangir, hrjúfir könglar, dúnmjúkir ullarhnoðrar og kræklóttar greinar.”

Við opnum skilningarvitin okkar mjúklega við upphaf aðventunnar. Við leggjum áherslu á ilminn sem fylgir jólahátíðinni og förum skapandi höndum um náttúrulegan efnivið úr nærumhverfinu. Við óróagerð æfum við sjálfa jafnvægislistina og lærum hvernig ólíkir hlutir geta myndað eina samhangandi heild.

Smiðjan er leidd af ÞYKJÓ, þverfaglegu teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar. Á meðal nýlegra verkefna er innsetningin Hljóðhimnar í Hörpu, húsgagnalínunar Kyrrðarrými og Hreiður og þátttökuverkefnið Gullplatan: Sendum tónlist út í geim! ÞYKJÓ hefur verið tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands í tvígang, árið 2021 og 2022 og hlaut tilnefningu til alþjóðlegu YAM verðlaunanna 2023.

Smiðjan Ó!Rói er hluti af Aðventuhátíð Garðabæjar og fer fram í Fræðslurými Hönnunarsafns Íslands. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum.

Svipaðir viðburðir

Haustfrí | Draugaleg Sögustund
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Næsta stopp: Varðveisluhús Borgarsögusafns
Opnun: Agnieszka Sosnowska & Ingunn Snædal / RASK
Syngjum saman | Jólasöngstund
Umræðuþræðir - Fabrice Hyber: Líkami okkar er landið okkar
Núritun Live Coding Space | Leggjum línurnar
Árskorthafar | Er þetta list?
Heimili Heimsmarkmiðanna : Hvernig er jöfnuður?
Sýningaropnun | Hreinn Friðfinnson: Endrum og sinnum
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Ó!Rói – Aðventusmiðja fyrir fjölskyldur með ÞYKJÓ
Piparkökuarkitektúr – Fjölskyldusmiðja með ÞYKJÓ
Áramótahattar! – Fjölskyldusmiðja með H A G E hattagerðarmeisturum
Ullarkórónur – Fjölskyldusmiðja með Judith Amalíu
Ull
Vík Prjónsdóttir – Ævisaga
Haustfrí | Rafmagnaður taktur - Taktsmíðar með Fusion Groove
Vaxið úr grasi – samband plantna og smádýra
Sjónlýsing – Jónsi: Flóð

#borginokkar