„Við sjáum það sem við viljum sjá“

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Dagsetningar
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
30, ágúst 2024 - 03, nóvember 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.00 - 17.00

Vefsíða https://www.hafnarborg.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á sýningunni getur að líta úrval verka sem spanna feril listakonunnar Elínar Sigríðar Maríu Ólafsdóttur, frá upphafi til dagsins í dag. Sköpunarkraftur og listhæfileikar Elínar komu snemma fram en ung að aldri var hún byrjuð að skapa listaverk í máli og myndum. Sömuleiðis hefur leiklist og skapandi tjáning á sviði verið stór þáttur í lífi Elínar en hún hefur starfað með leikhópnum Tjarnarleikhúsinu um árabil, gefið út ljóðabækur og komið að öllum þáttum leiksýninga, svo sem leikmyndagerð og búningahönnun.

Efnistök í verkum Elínar eru jafnan ævintýraleg og vinnur hún gjarnan með sjálfið á mismunandi hátt í myndheimi sínum. Listakonan hvetur gesti sýningarinnar til að nota ímyndunarafl sitt á sýningunni og jafnvel búa til stuttar sögur eða ljóð sem tengjast myndverkunum. Þá gefst gestum sýningarinnar færi á að stíga á stokk og fara með ljóð eða æfa upplestur að eigin vild – í samtali við skapandi vinnu Elínar.

Elín Sigríður María Ólafsdóttir (f. 1983), myndlistarkona, leikkona og skáld, hefur stundað nám af ýmsu tagi, einkum þó listnám bæði hér heima og erlendis, og lauk diplómanámi í myndlist fyrir fatlaða frá Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 2017. Listaverk Elínar hafa birst víða bæði á einka- og samsýningum, þar á meðal í Listasal Mosfellsbæjar og í Safnasafninu, sem og í bókum og í tímaritum. Elín hefur jafnframt sýnt reglulega í samstarfi við List án landamæra, auk þess sem hún sinnir ráðgjöf um inngildingu sem meðlimur Listvinnzlunnar.

Svipaðir viðburðir

Núritun Live Coding Space | Leggjum línurnar
Árskorthafar | Er þetta list?
Sýningaropnun | Hreinn Friðfinnson: Endrum og sinnum
Hafnar.fest 2024: Opið hús
Ullarkórónur – Fjölskyldusmiðja með Judith Amalíu
Ó!Rói – Aðventusmiðja fyrir fjölskyldur með ÞYKJÓ
Piparkökuarkitektúr – Fjölskyldusmiðja með ÞYKJÓ
Áramótahattar! – Fjölskyldusmiðja með H A G E hattagerðarmeisturum
Ull
Vík Prjónsdóttir – Ævisaga
Haustfrí | Rafmagnaður taktur - Taktsmíðar með Fusion Groove
Vaxið úr grasi – samband plantna og smádýra
Sjónlýsing – Jónsi: Flóð
Landnámssmiðja fyrir börnin / Þátttaka er ókeypis!
Káffipása - Myndlistarsýngin Sigtryggar Bergs Sigmarssonar
Ertu að læra íslensku?
Sýning | Skissur verða að bók – Linn Janssen
Sýning | Skissur verða að bók – Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
Samverustund til að fagna lífi og list Hreins Friðfinnssonar (1943-2024).
Leiðsögn á pólsku

#borginokkar