Óþekkt alúð

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Dagsetningar
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
08, september 2024 - 27, október 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.00 - 17.00

Vefsíða https://www.hafnarborg.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Sýningin sprettur út frá þörfinni að finna töfra í heimi sem virðist að mörgu leyti vera göldrum firrtur, á tímum án bjartrar vonar. Út frá þrá í hið yfirskilvitlega á tíma þar sem allt virðist þurfa að vera skilgreinanlegt. Þá er titill sýningarinnar tilkominn út frá hugsun um töfra sem fela í sér sameiginlega heilun og hugmynd um betri heim – nokkuð sem sumir kynnu að kalla háleitt eða óraunsætt. Ekkert er þó svo fráleitt að ekki sé hægt að láta sig dreyma um það. Um töfra sem bera eiginleika alúðar – sem flestir taka ekki eftir í hversdagsleikanum – en þessi alúð skilgreinir veruleikann sem við lifum í á vegu sem við getum ekki beinlínis komið orðum að. Tilfinning sem er uppfull af óbeisluðum kærleik og óendanlegum möguleikum.

Þessi óþekkta alúð er þó alltaf til staðar, þrátt fyrir að hún sé ekki svo sterk tilfinning þegar á móti blæs, en listamennirnir horfast í augu við þessa alúð hver á sinn hátt. Þá eru fólgnir töfrar í því að leyfa hlutum að vera það sem þeir eru án þess að þurfa að ná utan um þá, með tilheyrandi skilgreiningarþráhyggju. Listaverk geta þannig verið væmin og skörp á sama tíma, rétt eins og þau geta fangað þversagnir, sem við fyrstu sýn virðast þurfa að útiloka hver aðra svo að eitt fái að ríkja en eru þegar öllu er á botninn hvolft óneitanlega tengdar hver annarri, svo sem sársauki og tilfinningalegur þroski, áföll og heilun, gleði og sorg.

Hvað gerist svo þegar við hugsum um þessi hugtök sem hliðstæður í margfeldi frekar en andstæður í tvíhyggju? Á sýningunni kunnum við að komast að ýmsu um okkur sjálf, um hvert annað og plánetuna okkar – líkt og sýningarstjóri og listamenn hafa lagt áherslu á í sínu samstarfi við undirbúning sýningarinnar – í gegnum viðstöðulaus samtöl og sameiginlega úrvinnslu, þar sem heilun, alkemía innri heima, mæðrun og stofnun nornasveims verða að vörðum á leiðinni til nýs skilnings.

Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru:

Björg Þorsteinsdóttir (1940-2019, Íslandi)
Sigríður Björnsdóttir (1929, Íslandi)
Suzanne Treister (1958, Bretlandi)
Tabita Rezaire (1989, Frakklandi)
Kate McMillan (1974, Bretlandi)
Hildur Hákonardóttir (1938, Íslandi)
Ra Tack (1988, Belgíu)
Kristín Morthens (1992, Íslandi)
Tinna Guðmundsdóttir (1979, Íslandi)
Elsa Jónsdóttir (1990, Íslandi)
Juliana Irene Smith (1977, Bandaríkjunum/Finnlandi)
Kata Jóhanness (1994, Íslandi)
Patty Spyrakos (1974, Bandaríkjunum)
Edda Karólína (1991, Íslandi)

Sýningarstjóri er Þórhildur Tinna Sigurðardóttir.

Svipaðir viðburðir

Hafnar.fest 2024: Opið hús
Ullarkórónur – Fjölskyldusmiðja með Judith Amalíu
Ó!Rói – Aðventusmiðja fyrir fjölskyldur með ÞYKJÓ
Piparkökuarkitektúr – Fjölskyldusmiðja með ÞYKJÓ
Áramótahattar! – Fjölskyldusmiðja með H A G E hattagerðarmeisturum
Ull
Vík Prjónsdóttir – Ævisaga
Vaxið úr grasi – samband plantna og smádýra
Haustfrí | Rafmagnaður taktur - Taktsmíðar með Fusion Groove
Sjónlýsing – Jónsi: Flóð
Landnámssmiðja fyrir börnin / Þátttaka er ókeypis!
Káffipása - Myndlistarsýngin Sigtryggar Bergs Sigmarssonar
Ertu að læra íslensku?
Sýning | Skissur verða að bók – Linn Janssen
Sýning | Skissur verða að bók – Alexandra Dögg Steinþórsdóttir
Samverustund til að fagna lífi og list Hreins Friðfinnssonar (1943-2024).
Leiðsögn á pólsku
Lady Brewery x Hafnarhús | Bjór & Pikkl
Opið fyrir umsóknir í D-sal 2025
Þjóðahátíð Vesturlands

#borginokkar