Jólaóratoría J.S. Bach í Eldborg

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
05, október 2024 - 02, nóvember 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 13.00 - 13.45

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Tryggið ykkur miða á hrífandi stórverkið Jólaóratóríuna eftir J.S. Bach sem flutt verður 29. desember nk. í Eldborg, Hörpu, í flutningi Mótettukórsins, Schola Cantorum, Alþjóðlegu barokksveitarinnar í Reykjavík ásamt einsöngvurum í heimsklassa; Herdísi Önnu Jónasdóttur sópran, Alex Potter kontratenór, Benedikt Kristjánssyni tenór, og Jóhanni Kristinssyni bassa. Konsertmeistari: Tuomo Suni. Stjórnandi: Benedikt Kristjánsson.

Jólaóratórían eftir J.S. Bach er án efa frægasta tónverk jólanna og er flutt um allan heim í aðdraganda jóla og segir söguna af fæðingu Jesú á einstaklega áhrifamikinn og hrífandi hátt.

Flytjendur eru Mótettukórinn, Alþjóðlega barokksveitin í Reykjavík, Schola Cantorum og einsöngvararnir Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Alex Potter kontratenór, Benedikt Kristjánsson tenór, sem syngur hlutverk guðspjallamannsins og einsöngsaríur ásamt því að stjórna kór og hljómsveit, og Jóhann Kristinsson bassi. Konsertmeistari er Tuomo Suni.

Með flutningi Jólaóratóríunnar gefur Listvinafélagið íslenskum tónleikagestum kost á að upplifa stórverk tónbókmenntanna í flutningi einvalaliðs hljóðfæraleikara sem hafa sérhæft sig í barokkflutningi og einsöngvara og kórs í fremstu röð. Fluttar verða kantötur I-III og V og tekur hver kantata u.þ.b. 30 mínútur í flutningi.

Tónleikarnir eru um 2 og 1/2 klst með hléi. Flytjendur eru alls um 100 - 70 manna kór, 27 hljóðfæraleikarar, 4 einsöngvarar og stjórnandi.

Mótettukórinn og Schola Cantorum syngja Jólaóratoríuna í fyrsta sinn saman en Mótettukórinn flutti verkið seinast árið 2021 í Hörpu. Alþjóðlega barokksveitin í Reykjavík flytur verkið nú í 6. sinn en barokksveitin, sem skipuð er afburða hjóðfæraleikurum bæði frá Íslandi og víða að úr heiminum, hefur ávallt fengið mikið lof fyrir leik sinn.

Svipaðir viðburðir

Sýning | Enginn getur allt en allir geta eitthvað
Haustfrí | Draugaleg Sögustund
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Umræðuþræðir | Fabrice Hyber: Líkami okkar er landið okkar
Opnun: Agnieszka Sosnowska & Ingunn Snædal / RASK
Leiðsögn | Endrum og sinnum
Heimili Heimsmarkmiðanna : Hvernig er jöfnuður?
Núritun Live Coding Space | Leggjum línurnar
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Ullarkórónur – Fjölskyldusmiðja með Judith Amalíu
Ó!Rói – Aðventusmiðja fyrir fjölskyldur með ÞYKJÓ
Piparkökuarkitektúr – Fjölskyldusmiðja með ÞYKJÓ
Áramótahattar! – Fjölskyldusmiðja með H A G E hattagerðarmeisturum
Ull
Vík Prjónsdóttir – Ævisaga
Haustfrí | Rafmagnaður taktur - Taktsmíðar með Fusion Groove
Vaxið úr grasi – samband plantna og smádýra
Sjónlýsing – Jónsi: Flóð
Landnámssmiðja fyrir börnin / Þátttaka er ókeypis!
Forna þjóðleiðin - frí leiðsögn!

#borginokkar