Sigil smiðja | Búðu til þitt eigið töfratákn

Sólheimar 23, 104 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Sólheimum
19, september 2024 - 29, september 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.00 - 17.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/ungmenni/sigil-smidja-budu-til-thitt-eigid-tofratakn
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Lærðu að búa til þitt eigið töfratákn. Listakonan Otilia Martin Gonzales verður með Sigils-smiðju fyrir ungmenni í Borgarbókasafninu Sólheimum.

Sigils eru töfratákn sem tákna ásetning, eitthvað sem þú vilt fá inn í líf þitt. Í þessari smiðju lærirðu hvað sigils tákn eru og hvernig þú getur nýtt þau. Otilia mun leiða þig í gegnum ferlið að búa til sigilstákn og þú munt læra mismunandi aðferðir til að setja ásetninginn þinn myndrænt fram sem töfratákn. Í smiðjunni muntu gera nokkur tákn sem þú getur nýtt þér á mismunandi vegu með mismunandi ásetningi.

Otilia Martin Gonzalez er spænsk listakona og hönnuður, fædd í Þýskalandi en búsett í Reykjavík. Með menntun í sjónrænni miðlun og áhuga á list hóf hún listaferilinn ásamt því að stunda nám í auglýsingafræði í Háskólanum í Seville á Spáni. Í list sinni vinnur Otilia með ólík listform; stafræna miðla, texta, teikningar og innsetningar og eru undirmeðvitundin, draumar og tákn gegnumgangandi þema í listinni. Verk Otiliu hafa verið til sýnis víða, til dæmis á Spáni, Japan, Íslandi, Rúmeníu, Bretlandi, Finnlandi og Ítalíu. Þá vann hún til Vazquez Diaz verðlaunanna á Spáni.

Otilia er meðlimur í SÍM (Samband íslenskra myndlistarmanna).

Smiðjan fer fram á ensku. Þátttaka er ókeypis en skráning er nauðsynleg og hefst 1. október á heimsíðu Borgarbókasafnsins. Allt efni er á staðnum.

Nánari upplýsingar veitir:

Lísbet Perla Gestsdóttir, sérfræðingur

lisbet.perla.gestsdottir@reykjavik.is| s: 411-6160

Svipaðir viðburðir

Sýning | Enginn getur allt en allir geta eitthvað
Haustfrí | Draugaleg Sögustund
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Umræðuþræðir | Fabrice Hyber: Líkami okkar er landið okkar
Opnun: Agnieszka Sosnowska & Ingunn Snædal / RASK
Leiðsögn | Endrum og sinnum
Heimili Heimsmarkmiðanna : Hvernig er jöfnuður?
Núritun Live Coding Space | Leggjum línurnar
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Ullarkórónur – Fjölskyldusmiðja með Judith Amalíu
Ó!Rói – Aðventusmiðja fyrir fjölskyldur með ÞYKJÓ
Piparkökuarkitektúr – Fjölskyldusmiðja með ÞYKJÓ
Áramótahattar! – Fjölskyldusmiðja með H A G E hattagerðarmeisturum
Ull
Vík Prjónsdóttir – Ævisaga
Haustfrí | Rafmagnaður taktur - Taktsmíðar með Fusion Groove
Vaxið úr grasi – samband plantna og smádýra
Sjónlýsing – Jónsi: Flóð
Landnámssmiðja fyrir börnin / Þátttaka er ókeypis!
Forna þjóðleiðin - frí leiðsögn!

#borginokkar