Óvænt svörun | Cauda Collective | Tíbrá

Hamraborg 6, 200 Kópavogur

Dagsetningar
Salurinn
19, september 2024 - 29, september 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.00 - 17.00

Vefsíða https://salurinn.kopavogur.is/event/ovaent-svorun/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Á þessum tónleikum hljóma glænýjar tónsmíðar eftir tónlistarfólk sem á að baki litríkan feril í heimum spunatónlistar, jazz-, popp- og raftónlistar, þau Hafdísi Bjarnadóttur, gítarleikara og tónskáld, Hauk Gröndal, klarinet- og saxófónleikara og tónskáld, Samúel J. Samúelsson, básúnuleikara og tónskáld og Sigrúnu Jónsdóttur, básúnuleikara, söngkonu og tónskáld.

Tónlistin er samin sérstaklega fyrir Cauda Collective sem er að þessu sinni skipuð þeim Björk Níelsdóttur, söngkonu, Sigrúnu Harðardóttur á fiðlu, Þóru Margréti Sveinsdóttur á víólu og Þórdísi Gerði Jónsdóttur á selló.

Cauda Collective hefur vakið eftirtekt fyrir nýstárlegt efnisval og skapandi nálgun við tónleikaformið en hópurinn hefur starfað frá árinu 2018, komið fram á ótal tónleikum og tónlistarhátíðum, hérlendis og erlendis við frábærar undirtektir.

Tónleikar Caudu Collective fléttast gjarnan í kringum ákveðin stef eða þemu þar sem aldagömul tónlist er sett í nýtt og frjótt samhengi auk þess sem nýsköpun hefur skipað veigamikinn sess á efnisskrám hópsins. Cauda Collective hefur unnið náið með tónskáldum úr ólíkum áttum, má þar nefna tónskáld svo sem Báru Gísladóttur, Mugison, Ragnhildi Gísladóttur og Úlf Eldjárn auk fjölda annarra.

Á undan tónleikunum, klukkan 12:30 verður boðið upp á spjall um efnisskrá tónleikanna. Aðgangur á spjallið er ókeypis og öll velkomin.

Lista- og menningarráð styrkir tónleikaröðina Tíbrá.

Svipaðir viðburðir

Sýning | Enginn getur allt en allir geta eitthvað
Haustfrí | Draugaleg Sögustund
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Umræðuþræðir | Fabrice Hyber: Líkami okkar er landið okkar
Opnun: Agnieszka Sosnowska & Ingunn Snædal / RASK
Leiðsögn | Endrum og sinnum
Heimili Heimsmarkmiðanna : Hvernig er jöfnuður?
Núritun Live Coding Space | Leggjum línurnar
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Ullarkórónur – Fjölskyldusmiðja með Judith Amalíu
Ó!Rói – Aðventusmiðja fyrir fjölskyldur með ÞYKJÓ
Piparkökuarkitektúr – Fjölskyldusmiðja með ÞYKJÓ
Áramótahattar! – Fjölskyldusmiðja með H A G E hattagerðarmeisturum
Ull
Vík Prjónsdóttir – Ævisaga
Haustfrí | Rafmagnaður taktur - Taktsmíðar með Fusion Groove
Vaxið úr grasi – samband plantna og smádýra
Sjónlýsing – Jónsi: Flóð
Landnámssmiðja fyrir börnin / Þátttaka er ókeypis!
Forna þjóðleiðin - frí leiðsögn!

#borginokkar