Í morgun sá ég stúlku - Tríó Ljósa

Háteigsvegur 27, 105 Reykjavík

Dagsetningar
Háteigskirkja
30, september 2024 - 25, nóvember 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 16.30 - 17.30

Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Tríó Ljósa samanstendur af Diet Tilanus, fiðluleikara; Guju Sandholt, söngkonu og Heleen Vegter píanista en þær hafa unnið saman um nokkurra ára skeið og komið fram í Hollandi og á Íslandi.
Á tónleikunum í Háteigskirkju munu þær flytja stuttan nýjan söngljóðaflokk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við ljóð Þórs Sandholt (1964-1984). Flokkurinn var pantaður af tríóinu í tilefni af því að í ár eru 60 ár frá fæðingu Þórs, bróður Guju, og fannst þeim stöllum passa sérstaklega vel að biðja Hildigunni um að tónsetja ljóðin þar sem einnig er um 60 ára afmælisár hennar að ræða.
Þór Sandholt gaf út eina ljóðabók, Hanastél hugsana minna, árið 1983 en hann lést ári síðar, aðeins tvítugur að aldri. Ljóð hans birtust víða og vöktu athygli, þrátt fyrir ungan aldur ljóðskáldsins.
Á dagskránni verða flutt verk þar sem minningar og myndir frá æskunni, ástinni og náttúrunni eru í forgrunni og víða gætir sterkra þjóðlagaáhrifa.

Efnisskrá

Jón Leifs
Vertu guð faðir

Rebecca Clarke
Þrjú írsk þjóðlög fyrir fiðlu og rödd

Hildigunnur Rúnarsdóttir - Söngflokkur fyrir tríó
Ljóð: Þór Sandholt
Vor
Nótt
Lífsreynsla
Reisn

Johannes Brahms
Kafli úr Regnsónötu fyrir fiðlu og píanó
Regenlied - söngljóð

Clara Schumann
Romanza fyrir fiðlu og píanó

Rebecca Clarke
Cloths of Heaven
Seal Man

Joseph Haydn
Þrjú þjóðlög fyrir tríó

-

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og standa yfir í rétt rúman klukkutíma. Miðasala hefst á tix.is eftir helgi en einnig verður hægt að kaupa miða við inngang í reiðufé eða millifærslu (ekki posi). Miðaverð er 3900, ókeypis fyrir 16 ára og yngri.
Verkefnið er að hluta til styrkt af Tónskáldasjóð RÚV og Menningarsjóð FÍH.

Einnig verður hægt að mæta á tónleika með tríóinu í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði sunnudaginn 21. júlí þar sem eiginlegur íslenskur frumflutningur mun eiga sér stað.

Svipaðir viðburðir

Sýning | Enginn getur allt en allir geta eitthvað
Haustfrí | Draugaleg Sögustund
Umræðuþræðir | Fabrice Hyber: Líkami okkar er landið okkar
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Opnun: Agnieszka Sosnowska & Ingunn Snædal / RASK
Leiðsögn | Endrum og sinnum
Núritun Live Coding Space | Leggjum línurnar
Heimili Heimsmarkmiðanna : Hvernig er jöfnuður?
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Ullarkórónur – Fjölskyldusmiðja með Judith Amalíu
Ó!Rói – Aðventusmiðja fyrir fjölskyldur með ÞYKJÓ
Piparkökuarkitektúr – Fjölskyldusmiðja með ÞYKJÓ
Áramótahattar! – Fjölskyldusmiðja með H A G E hattagerðarmeisturum
Ull
Vík Prjónsdóttir – Ævisaga
Haustfrí | Rafmagnaður taktur - Taktsmíðar með Fusion Groove
Vaxið úr grasi – samband plantna og smádýra
Sjónlýsing – Jónsi: Flóð
Landnámssmiðja fyrir börnin / Þátttaka er ókeypis!
Forna þjóðleiðin - frí leiðsögn!

#borginokkar