Neyzlan – Reykjavík á 20. öld

Kistuhylur 4, 110 Reykjavík

Dagsetningar
Árbæjarsafn
27, febrúar 2025 - 31, maí 2025 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 13.00 - 17.00

Vefsíða https://borgarsogusafn.is/arbaejarsafn
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Tuttugasta öldin var tími mikilla breytinga. Þá urðu heimssögulegir atburðir sem höfðu áhrif á samfélög um allan heim og réðu miklu um daglegt líf fólks. Á Íslandi þróaðist samfélagið frá sjálfsþurftarbúskap til tæknivædds markaðsbúskapar á nokkrum áratugum. Tæknileg og efnahagsleg þróun gjörbreytti híbýla- og lifnaðarháttum alls þorra fólks.
Það hefur lengi verið viðfangsefni safna að gera flókinni sögu skil á þann hátt að hún verði áhugaverð fyrir nútímafólk. Eitt af megineinkennum 20. aldar, umfram önnur tímabil, er sífellt aukin framleiðsla og neysla. Sýningin NEYZLAN er tilraun til þess að horfa til baka á sögu okkar út frá sjónarhorni neyslumenningar og öðlast þannig skilning á því hvernig daglegt líf breyttist á liðinni öld og hvaða öfl það eru sem þar hafa verið að verki – og eru enn
Á sýningunni er litið inn á heimilið og þaðan út í heiminn. Þótt fólk fái sumu ráðið um eigið líf er þó víst að ramminn um það markast af pólitískum og efnahagslegum aðstæðum, bæði heima fyrir og úti í heimi.
Með sýningunni er ætlunin að vekja fólk til umhugsunar um eigin neyslu og það hvernig við umgöngumst þær auðlindir sem við nýtum til að fæða okkur og klæða.

Svipaðir viðburðir

Sýning | Enginn getur allt en allir geta eitthvað
Haustfrí | Draugaleg Sögustund
Umræðuþræðir | Fabrice Hyber: Líkami okkar er landið okkar
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Opnun: Agnieszka Sosnowska & Ingunn Snædal / RASK
Leiðsögn | Endrum og sinnum
Núritun Live Coding Space | Leggjum línurnar
Heimili Heimsmarkmiðanna : Hvernig er jöfnuður?
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Ullarkórónur – Fjölskyldusmiðja með Judith Amalíu
Ó!Rói – Aðventusmiðja fyrir fjölskyldur með ÞYKJÓ
Piparkökuarkitektúr – Fjölskyldusmiðja með ÞYKJÓ
Áramótahattar! – Fjölskyldusmiðja með H A G E hattagerðarmeisturum
Ull
Vík Prjónsdóttir – Ævisaga
Haustfrí | Rafmagnaður taktur - Taktsmíðar með Fusion Groove
Vaxið úr grasi – samband plantna og smádýra
Sjónlýsing – Jónsi: Flóð
Landnámssmiðja fyrir börnin / Þátttaka er ókeypis!
Forna þjóðleiðin - frí leiðsögn!

#borginokkar