Íslenskar galdrajurtir í Grasagarði Reykjavíkur
07, janúar 2025
Opið frá: 18.00 - 19.00
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu
Hvernig væri að byrja nýja árið á dálitlum plöntugaldri?
Enski rithöfundurinn Albert Björn Shiell verður með fræðslu um íslenskar og erlendar galdrajurtir í garðskála Grasagarðsins þriðjudaginn 7. janúar kl. 18.
Í fræðslunni verða galdrajurtir skoðaðar í tengslum við íslenska þjóðtrú, tengsl við Evrópu og ýmsar töfrahefðir. Þannig verður erindið áhugaverð blanda af þjóðtrú, sagnfræði, læknisfræði og nútímagaldri.
Albert Björn Shiell hefur gefið út bækurnar „Icelandic Plant Magic – The Herbalism of the North“ og „Icelandic Folk Magic – Witchcraft of the North“.
Þátttaka á þennan fræðsluviðburð er ókeypis og öll velkomin!
Athugið að fræðslan fer fram á ensku. Fyrir þau sem þurfa verður boðið upp á þýðingu á íslensku.