Námskeið | Langar þig að gefa út tónlist, en veist ekki hvar þú átt að byrja?

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Grófinni
08, janúar 2025
Opið frá: 16.30 - 18.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/fraedsla/namskeid-langar-thig-ad-gefa-ut-tonlist-en-veist-ekki-hvar-thu-att-ad-byrja
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Unnur Sara Eldjárn fjallar um allt það mikilvæga sem þú þarft að hafa í huga áður en lag eða plata er gefin út. Hún mun ræða um höfundarréttarskráningar, fjármögnun, dreifingaraðila, markaðssetningu og fleira gagnlegt.

Tónlistarkonan Unnur Sara er reynslubolti þegar kemur að þessu öllu saman og hefur aðstoðað fjöldann allan af íslensku tónlistarfólki í útgáfumálum og markaðssetningu.

Spjallið er tilvalið jafnt fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref sem og þau sem hafa einhverja reynslu af útgáfu og vilja fá hvatningu og innblástur.

Fyrirlestur Unnar Söru er opinn öllum og tekur um klukkustund. Að því loknu verður opnað fyrir spurningar og umræðu. Þátttakendur fá ókeypis eintak af Útgáfuráðum Unnar Söru sem hægt er að finna á www.wrapmymusic.is.

Viðburðurinn fer fram í tónlistardeildinni á 5. hæð í Borgarbókasafninu Grófinni. Valgeir Gestsson, sérfræðingur deildarinnar verður á staðnum og þau sem vilja kynna sér hvað er í boði fyrir tónlistaráhugafólk á safninu og aðstöðuna á Verkstæðinu og í Kompunni, er velkomið að gera það fyrir eða eftir námskeiðið.

Svipaðir viðburðir

Umbreytingar – tækifæri bygginga í Háteigshverfi
Píparkökutrúðar
Listin og friðsemdin
Jólaóróatorían
Að standa á haus: Anya Shaddock og Krassoff
Að standa á haus: SAKANA
Tvö Hjörtu syngja inn jólin
Jóladalurinn 2024
Jólamarkaður við Austurvöll
Fjölskylduföndur í Paradís - Jólaævintýri dýranna
Leiðsögn Hildigunnar Birgisdóttur | Endrum og sinnum
Jólatónleikar Breiðfirðingakórsins
Kærleiksúlan 2024 | Afhjúpun og afhending
Sanctus Ludus - Jólatónleikar Söngfjelagsins
Að standa á haus: DJ Son of a Pitch
Að standa á haus: Gosi og Amor Vincit Omnia
Bráðum koma blessuð jólin - jóladagskrá
Litlu jólin í Miðdal | Jólalag Borgarbókasafnsins 2024 | Úrslit
HÁDEGISTÓNLEIKAR / Orgel og píanó
Jólablóm

#borginokkar