Smiðja | Hannaðu þitt eigið skrímsli!

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Grófinni
16, október 2024 - 27, nóvember 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.15 - 13.00

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/born/smidja-hannadu-thitt-eigid-skrimsli
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Rit- og myndhöfundurinn Alexandra Dögg Steinþórsdóttir leiðbeinir krökkum við að skapa sín eigin skrímsli, allt frá hugmynd til fullskapaðs skrímslis. Börnin eru sérstaklega hvött til að skapa sitt skrímsli út frá eigin áhuga og reynslu. Við skoðum líka hvernig gaman er að vinna með hversdagsleg fyrirbæri og hvernig ímyndunaraflið getur breytt þeim í furðuverur.

Smiðjan er haldin í tengslum við sýninguna Skissur verða að bók.
Alexandra Dögg fæddist á Akureyri 1991 en býr nú og starfar í Reykjavík. Hún er með diplóma í teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og hefur myndlýst fyrir fjölda aðila, svo sem Bíó Paradís, Þroskahjálp, Reykjavíkurborg og ASÍ. Alexandra Dögg vinnur mest með vatns -og gouache liti.
Hennar fyrsta bók Mér líst ekkert á þetta kom út árið 2023 en Alexandra Dögg hefur skapað furðusögur og gert myndir frá barnsaldri.
Á sýningunni verður hægt að sjá allt efnið sem Alexandra Dögg vann að í sköpunarferli bókarinnar, frá fyrstu skissum yfir í lokaafurðina.

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100

Svipaðir viðburðir

Sýning | Enginn getur allt en allir geta eitthvað
Haustfrí | Perlur og Morskóði
Haustfrí | Draugaleg Sögustund
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Umræðuþræðir | Fabrice Hyber: Líkami okkar er landið okkar
Opnun: Agnieszka Sosnowska & Ingunn Snædal / RASK
Næsta stopp: Varðveisluhús Borgarsögusafns
Umræðuþræðir - Fabrice Hyber: Líkami okkar er landið okkar
Syngjum saman | Jólasöngstund
Leiðsögn | Endrum og sinnum
Heimili Heimsmarkmiðanna : Hvernig er jöfnuður?
Núritun Live Coding Space | Leggjum línurnar
Sýningaropnun | Hreinn Friðfinnson: Endrum og sinnum
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Ullarkórónur – Fjölskyldusmiðja með Judith Amalíu
Ó!Rói – Aðventusmiðja fyrir fjölskyldur með ÞYKJÓ
Piparkökuarkitektúr – Fjölskyldusmiðja með ÞYKJÓ
Áramótahattar! – Fjölskyldusmiðja með H A G E hattagerðarmeisturum
Ull
Vík Prjónsdóttir – Ævisaga

#borginokkar