Frikkinn - viðurkenning Átaks, félag fólks með þroskahömlun
07, desember 2024
Opið frá: 15.00 - 17.00
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu
Frikkinn er viðurkenning sem Átak, félag fólks með Þroskahömlun veitir í desember ár hvert. Viðurkenningin í ár verður veitt í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi og er opin öllum.
Viðurkenningin dregur nafn sitt af Friðriki Sigurðssyni, fyrsta heiðursfélaga Átaks og hefur verið veitt frá árinu 2015.
Viðurkenningin skal veitt þeim einstaklingi eða hópi sem hefur lagt sig fram við að styðja við sjálfstæði fólks með þroskahömlun og sem hefur unnið að því að veita aukin tækifæri og stuðlað að samfélagi án aðgreiningar á öllum sviðum.
Um Átak
Hlutverk félagsins er:
Að gæta að hagsmunamálum félagsmanna sinna.
Að tryggja réttindi fólks með þroskahömlun.
Að tryggja lífsgæði fólks með þroskahömlun.
Að minnka fordóma í garð fólks með þroskahömlun.
Að fólk með þroskahömlun geti talað fyrir sig sjálft.
Að fólk með þroskahömlun vinni meira að réttindamálum sínum sjálft.