Jólaóróatorían
01, desember 2024 - 23, desember 2024
(sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.30
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu
Jólaóróatorían er viðburðaröð og aðventusýning á vegum Associate Gallery í samstarfi við Kokku sem ljær verkefninu húsrými á kaffihúsi sínu við Laugaveg 47. Heitið er skírskotun í Jólaoratoríuna eftir Johann Sebastian Bach sem er af mörgum talin ómissandi og hátíðlegur þáttur í aðventunni. Jólaóróatoría Associate Gallery verður ekki síður hátíðleg en í stað kóra og kirkjubekkja ætlum við að bjóða upp á jólaóróa og tónverk eftir 10 ólíka listamenn í fjórum þáttum. Viðburðirnir verða í þessari röð:
1. desember: Pétur Eggertsson & Ýr Jóhannsdóttir
8. desember: Klemens Hannigan & Salóme Katrín
15. desember: Gunnar Gunnsteinsson & Una Björg Magnúsdóttir
22. desember: Gunnhildur Halla Ármannsdóttir & Tríó Sól
Aðgangur á viðburðaröðina verður ókeypis meðan húsrúm leyfir og við bendum á að í Kokku er bæði aðgengi fyrir hjólastóla og góð aðstaða fyrir foreldra með ung börn og þar er hægt að fá ýmsar kræsingar.
🤝 Associate Gallery og Jólaóróatorían eru styrkt af Kokku, Reykjavíkurborg og Jólaborginni 2024.