Hádegistónleikar - Jón Bjarnason, orgel og Jóhann Ingvi Stefánsson trompet
19, desember 2024 - 05, janúar 2025
(sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.00
Vefsíða
https://www.hallgrimskirkja.is/is/dagatal/dagatal-listi/hadegistonleikar-matinee
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu
Hádegistónleikar / Matinée
Laugardagur 5. október kl. 12
Jón Bjarnason, orgel
Jóhann Ingvi Stefánsson trompet
Aðgangur 2.900 kr.
Jón Bjarnason dómorganisti í Skálholti fæddist í Skagafirði 1979 þar sem hann hóf píanónám 7 ára gamall. Hann lauk 8. Stigs prófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Skagafjarðasýslu árið 1998. Jón útskrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík með píanókennarapróf árið 2003. Jón tók þátt í fyrstu píanókeppninni sem haldin var á Íslandi á vegum EPTA árið 2000 og hlaut þar þriðju verðlaun. Hann útskrifaðist með Kantorspróf og einleiksáfanga frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2006. Veturinn 2011-2012 lauk hann diplómu í orgelleik frá Konunglega tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn. Jón hefur starfað sem píanóleikari með Karlakór Selfoss frá árinu 2011. Hann hefur komið víða fram sem píanóleikari með kórum og einsöngvurum. Hann hélt einleikspíanótónleika í Aratungu vorið 2016 sem fengu frábærar viðtökur. Jón hefur reglulega komið fram sem einleikari á orgeltónleikum í Skálholtsdómkirkju, Selfosskirkju, Alþjóðlegu orgelsumri og Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju, Stykkishólmi og víðar. Einnig stjórnar Jón Söngkór Miðdalskirkju og er fastráðinn organisti við 10 kirkjur í Skálholtsprestakalli. Jón var ráðinn sem kantor í Skálholtsdómkirkju árið 2009. Hann hefur verið áberandi í tónlistarlífi á suðurlandi og hlotið styrki til tónleikahalds m.a. frá Samtökum sunnlenskra sveitafélaga SASS. Jón hlaut menningarverðlaun suðurlands árið 2021 fyrir að hafa haft frumkvæði og staðið fyrir ýmsum menningartengdum viðburðum í Skálholti og uppsveitum Árnessýslu.
Jóhann Ingvi Stefánsson trompetleikari er fæddur og uppalinn á Selfossi og hóf tónlistarnám þar. Hann útskrifaðist úr blásarakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík 1992.
Jóhann hefur haldið tónleika í samstarfi við ýmsa tónlistarmenn og leikið með margvíslegum hljómsveitum og kammerhópum. Má nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, Stórsveit Reykjavíkur, Caput hópinn o.fl. Hann hefur einnig leikið í uppfærslum í Þjóðleikhúsinu, Íslensku óperunni og hjá Menningarfélagi Akureyrar.
Jóhann hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna.
Hann er meðlimur í ýmsum hljómsveitum t.d. rokkhljómsveitinni Skjálftavaktinni og danshljómsveitinni Blek og Byttur.
Jóhann er aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga.
Jón og Jóhann Stefánsson hafa komið reglulega fram síðan Jón hóf sörf í Skálholtsdómkirkju árið 2009. Orgel og trompet passa fullkomlega vel saman og hafa þeir félagar haldið fjölmarga tónleika síðast liðin ár þar sem þeir hafa meðal annars leikið ,,Myndir á sýningu” eftir Mussorgsky í útsetningu fyrir trompet og orgel. Einnig léku þeir hið magnaða verk ,,Okna” eða ,,Gluggar” sem er samið fyrir orgel og trompet af tékkneska tónskáldinu Petr Eben. Þeir hafa komið fram á hverju ári á Skálholtshátíð og kemur þá gjarnan til liðs við þá trompetleikarinn Vilhjálmur Ingi Sigurðarson. Þeir þrír hafa kallað sig Skálholtstríóið og komið fram á tónleikum í Skálholti, Hóladómkirkju, Hallgrímskirkju, Akranesi og Akureyrarkirkju.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR!