HÁDEGISTÓNLEIKAR – Guðný Einarsdóttir, orgel

Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Hallgrímskirkja
19, desember 2024 - 05, janúar 2025 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.00

Vefsíða https://www.hallgrimskirkja.is/is/dagatal/dagatal-listi/hadegistonleikar-gudny-einarsdottir-orgel-organ
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

HÁDEGISTÓNLEIKAR / Matinée
Laugardagur 7. september kl. 12.00
Guðný Einarsdóttir, orgel
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 2.900 kr.

Guðný Einarsdóttir stundaði orgelnám á Íslandi hjá Marteini H. Friðrikssyni, fyrrverandi organista við dómkirkjuna í Reykjavík, við Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn hjá Lasse Ewerlöf, Hans-Ole Thers og Bine Bryndorf og í París hjá Eric Lebrun og Sophie-Veronique Cauchefer-Choplin. Samhliða náminu í Kaupmannahöfn stjórnaði hún kammerkórnum Stöku.
Guðný hefur komið fram bæði hérlendis og erlendis sem einleikari, meðleikari og kórstjóri. Hún hefur einbeitt sér að flutningi íslenskrar kirkjutónlistar bæði með kórum og sem einleikari á orgel og hefur frumflutt nokkur íslensk verk. Árið 2017 var útgáfa hennar á geisladiski með orgelverkum Jóns Nordal tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna. Guðný hefur bæði kennt á píanó og orgel og haft frumkvæði að því að kynna orgelið fyrir börnum. Guðný samdi tónlistarævintýrið Lítil saga úr orgelhúsi ásamt tónskáldinu Michael Jón Clarke og teiknaranum Fanney Sizemore þar sem orgelpípurnar sem búa í orgelhúsinu eru persónur sögunnar. Guðný hefur ásamt Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur, organista haldið ýmsa tónleika og námskeið fyrir börn.
Guðný hefur starfað sem organisti og kórstjóri um árabil hér á landi, síðast í Háteigskirkju í Reykjavík, en er nú söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar.

Um efnisskrána:
Verkin á efnisskrá tónleikanna eru eftir tónskáldin Arngerði Maríu Árnadóttur, Báru Grímsdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson. Þau vísa öll á einn eða annan hátt til íslenskrar náttúru sem er full af andstæðum, er bæði stórbrotin og viðkvæm. Á sama tíma hafa öll verkin trúarleg tengsl. Á tónleikunum verður frumfluttur hluti úr verki eftir Báru Grímsdóttur sem heitir Flóra. Það er skírskotun í íslensku flóruna þar sem flestar plönturnar eru lágvaxnar en einstaklega litríkar, fíngerðar og fallegar þó að margar þeirra búi við hrjóstrugar aðstæður. Nöfnin á köflum verksins eru heiti á plöntum úr íslenskri flóru sem minna á eða vísa til ritningarstaða og helgisagna og saman flétta þau blómsveig um fagnaðarerindi Jesú Krists.

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR!

Svipaðir viðburðir

Leiðsögn listamanns | Hallgrímur Helgason: Usli – kl. 14.00 – FULLT
1. des hátíð á Árbæjarsafni
Jólaljósin tendruð á Oslóartrénu
Fríbúð | Svartur föstudagur
Að standa á haus: DJ Son of a Pitch
Að standa á haus: Gosi og Amor Vincit Omnia
Leikum að list | Aðventusmiðja
Foreldrastund - Hvað á að lesa fyrir þau minnstu?
RáðStefna – Stefnumótun í menningargeiranum
Foreldrastund - Hvað á að lesa fyrir þau minnstu?
Séropnun verður fyrir einhverfa og fólk með skynúrvinnsluvanda.
Kahalii
Opnun – Landnám og Kahalii
Leiðsögn listamanns | Hallgrímur Helgason: Usli – kl. 16.00
Leiðsögn listamanns | Hallgrímur Helgason: Usli – kl. 14.00
Rafvefnaður með Rebekku Ashley
Frítt í sund fyrir fullorðna í fylgd með börnum
Soft Encounters
Leiðsögn listamanns | Hallgrímur Helgason: Usli
FB SÝNINGAROPNUN

#borginokkar