Vistaverur | KIMI tríó | Tíbrá

Hamraborg 6, 200 Kópavogur

Dagsetningar
Salurinn
19, september 2024 - 29, september 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.00 - 17.00

Vefsíða https://salurinn.kopavogur.is/event/vistarverur/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

KIMA tríó skipa Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, mezzósópran, Katerina Anagnostidou, slagverksleikari og Jónas Ásgeir Ásgeirsson harmóníkuleikari. Á efnisskrá eru frumflutningur á Livia‘s Room eftir Þuríði Jónsdóttur og nýju verki eftir Kolbein Bjarnason.

KIMI hefur vakið verðskuldaða eftirtekt og viðurkenningu fyrir ferskt og áhugavert efnisval en þau hafa starfað náið með fjölda tónskálda auk þess að hafa einbeitt sér að eigin útsetningum á þjóðlagatónlist.

Hér frumflytur hópurinn tvö spennandi verk sem bæði hverfast um persónur frá dögum Rómarveldis. Í Livias Room eftir Þuríði Jónsdóttur er það keisaraynjan Lívía Drúsilla, fyrsta keisaraynja Rómarveldis og eiginkona Ágústusar keisara en í verki Kolbeins er það nautnaseggurinn og stríðsmaðurinn Markús Antóníus, hægri hönd Sesars og erkióvinur Ágústusar keisara. Þessar tvær ólíku persónur skapa áhugaverðar hliðstæður sem endurspegla ólíka stöðu kynjanna, bæði á tímum Rómarveldis sem og í sögubókunum. Verkin sýna þannig hvernig varpa má nýju ljósi á fornan arf sem vekur áhorfendur til umhugsunar og hvetur til frekari forvitni.

Verk Þuríðar byggir á leikverki eftir norska leikskáldið og rithöfundinn Lene Therese Teigen en textinn í verki Kolbeins er sóttur til Konstantinos Kavafis, eins helsta ljóðskálds Grikklands.

Á undan tónleikunum, klukkan 12:30 verður boðið upp á spjall um efnisskrá tónleikanna. Aðgangur á spjallið er ókeypis og öll velkomin.

Lista- og menningarráð styrkir tónleikaröðina Tíbrá.

Svipaðir viðburðir

Sýning | Enginn getur allt en allir geta eitthvað
Haustfrí | Perlur og Morskóði
Haustfrí | Draugaleg Sögustund
Umræðuþræðir | Fabrice Hyber: Líkami okkar er landið okkar
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Næsta stopp: Varðveisluhús Borgarsögusafns
Opnun: Agnieszka Sosnowska & Ingunn Snædal / RASK
Syngjum saman | Jólasöngstund
Umræðuþræðir - Fabrice Hyber: Líkami okkar er landið okkar
Leiðsögn | Endrum og sinnum
Heimili Heimsmarkmiðanna : Hvernig er jöfnuður?
Núritun Live Coding Space | Leggjum línurnar
Sýningaropnun | Hreinn Friðfinnson: Endrum og sinnum
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Ullarkórónur – Fjölskyldusmiðja með Judith Amalíu
Ó!Rói – Aðventusmiðja fyrir fjölskyldur með ÞYKJÓ
Piparkökuarkitektúr – Fjölskyldusmiðja með ÞYKJÓ
Áramótahattar! – Fjölskyldusmiðja með H A G E hattagerðarmeisturum
Vík Prjónsdóttir – Ævisaga
Ull

#borginokkar