Kyrrðarkvöld | Flot, hóphljóðbað og slökun

Úlfarsbraut 122, 113 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Úlfarsárdal
19, september 2024 - 30, nóvember 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 13.00 - 15.45

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/fraedsla/kyrrdarkvold-flot-hophljodbad-og-slokun-1
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Þráir þú frið og ró? Komdu þá til okkar á Kyrrðarkvöld.

Ljósin verða dempuð á safninu og róleg tónlist fær að óma.

Í samstarfi við Dalslaug verður boðið upp á 30 mínútna flot í innilauginni, djúp slökun og friðsæld í líkama, huga og sál. Í floti upplifa þátttakendur heilandi stund saman í tímaleysi umlukin vatni. Athugið að flotið er ekki leitt af flotþerapista en hugleiðsla með tónlist er spiluð í gegnum hátalara í vatninu.

Á meðan á flotinu stendur verður einnig hægt að fara í leidda slökun í salnum fyrir þau sem það kjósa.

Eftir flotið og slökunina verður boðið upp á hóphljóðbað í salnum með náttúruþerapistanum Jacek Szeloch. Í hóphljóðbaðinu notast Jacek við nepalska hljóðheilunartækni sem gengur út á að spila á söngskálar sem gefa frá sér titring. Hljóðheilunin kemur líkamanum í djúpt og heilandi slökunarástand.

Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn og njóta.

Dagskrá:

kl. 19:00 30 mín flot í Dalslaug, 20 pláss í boði, miðar í afgreiðslu Dalslaugar.
kl. 19:40 30 mín flot í Dalslaug, 20 pláss í boði, miðar í afgreiðslu Dalslaugar.
kl. 20:10 30 mín flot í Dalslaug, 20 pláss í boði, miðar í afgreiðslu Dalslaugar.

kl. 19:00 30 mín slökun í sal.
kl. 20:30 Hóphljóðbað í sal.

Nánari upplýsingar:
ulfarsa@borgarbokasafn.is

Svipaðir viðburðir

Sýning | Enginn getur allt en allir geta eitthvað
Haustfrí | Perlur og Morskóði
Haustfrí | Draugaleg Sögustund
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Umræðuþræðir | Fabrice Hyber: Líkami okkar er landið okkar
Opnun: Agnieszka Sosnowska & Ingunn Snædal / RASK
Næsta stopp: Varðveisluhús Borgarsögusafns
Umræðuþræðir - Fabrice Hyber: Líkami okkar er landið okkar
Syngjum saman | Jólasöngstund
Leiðsögn | Endrum og sinnum
Heimili Heimsmarkmiðanna : Hvernig er jöfnuður?
Núritun Live Coding Space | Leggjum línurnar
Sýningaropnun | Hreinn Friðfinnson: Endrum og sinnum
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Ullarkórónur – Fjölskyldusmiðja með Judith Amalíu
Ó!Rói – Aðventusmiðja fyrir fjölskyldur með ÞYKJÓ
Piparkökuarkitektúr – Fjölskyldusmiðja með ÞYKJÓ
Áramótahattar! – Fjölskyldusmiðja með H A G E hattagerðarmeisturum
Ull
Vík Prjónsdóttir – Ævisaga

#borginokkar