Fiðlu og píanótónleikar á Gljúfrasteini

Gljúfrasteinn , 271 Mosfellsbær

Dagsetningar
Gljúfrasteinn
19, september 2024 - 30, nóvember 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 13.00 - 15.45

Vefsíða https://gljufrasteinn.is/is/um_gljufrastein/vidburdir/romantik_og_fegur
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Hljóðfæraleikararnir Páll Palomares og Erna Vala Arnardóttir munu leiða áhorfendur í ferðalag um Evrópu og Bandaríkin á næstu stofutónleikum Gljúfrasteins, sunnudaginn 21. júlí. Þar verða rómantíkin og fegurðin í fyrirrúmi, í bland við virtúósitet. Á tónleikunum verða leikin verk eftir Sarasate, Fauré, Albeniz, Montgomery og fleiri.

Páll Palomares er einn fremsti fiðluleikari landsins. Hann er einn af leiðurum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hefur verið áberandi í tónlistarlífi landsins síðustu ár. Erna Vala er ein af mest spennandi píanóleikurum ungu kynslóðarinnar en hún hefur unnið til fjölda verðlauna hérlendis og erlendis og komið víða fram á Íslandi.

Tónleikarnir hefjast kl. 16 í stofunni á Gljúfrasteini. Aðgangseyrir er 3.500 kr. og miðasala fer fram í móttöku safnsins fyrir tónleika. Við bendum gestum á að næg bílastæði eru við Jónstótt. Sjá nánar hér:
https://www.gljufrasteinn.is/.../fyrir_gesti/bilastaedi

Svipaðir viðburðir

Sýning | Enginn getur allt en allir geta eitthvað
Haustfrí | Perlur og Morskóði
Haustfrí | Draugaleg Sögustund
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Umræðuþræðir | Fabrice Hyber: Líkami okkar er landið okkar
Næsta stopp: Varðveisluhús Borgarsögusafns
Opnun: Agnieszka Sosnowska & Ingunn Snædal / RASK
Syngjum saman | Jólasöngstund
Umræðuþræðir - Fabrice Hyber: Líkami okkar er landið okkar
Leiðsögn | Endrum og sinnum
Heimili Heimsmarkmiðanna : Hvernig er jöfnuður?
Núritun Live Coding Space | Leggjum línurnar
Sýningaropnun | Hreinn Friðfinnson: Endrum og sinnum
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Piparkökuarkitektúr – Fjölskyldusmiðja með ÞYKJÓ
Áramótahattar! – Fjölskyldusmiðja með H A G E hattagerðarmeisturum
Ullarkórónur – Fjölskyldusmiðja með Judith Amalíu
Ó!Rói – Aðventusmiðja fyrir fjölskyldur með ÞYKJÓ
Ull
Vík Prjónsdóttir – Ævisaga

#borginokkar