Glæpafár á Íslandi | Bókakaffi með Stefáni Mána og Unni Lilju

Hraunbær 119, 110 Reykjavík

Dagsetningar
Borgarbókasafnið Árbæ
19, september 2024 - 30, nóvember 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 13.00 - 15.45

Vefsíða https://borgarbokasafn.is/vidburdir/bokmenntir/glaepafar-islandi-bokakaffi-med-stefani-mana-og-unni-lilju
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Rithöfundarnir Stefán Máni Sigþórsson og Unnur Lilja Aradóttir eru unnendum glæpasagna að góðu kunn. Þau mæta til okkar á bókakaffi, lesa upp og spjalla um bækur sínar.

Bækur Stefáns Mána njóta mikilla vinsælda og hefur ein aðalsögupersónan, lögreglumaðurinn Hörður Grímsson fallið lesendum sérlega vel í geð. Hörður spratt fram á sjónarsviðið í bókinni Hyldýpi 2009. Fyrsta bók Stefáns kom út árið 1996 og var það skáldsagan Dyrnar á Svörtufjöllum og eru bækur hans nú hátt á þriðja tug talsins, nú síðast kom út Borg hinna dauðu (2023). Stefán Máni fæddist í Reykjavík árið 1970 en ólst upp í Ólafsvík. Þaðan flutti hann rúmlega tvítugur til Reykjavíkur þar sem hann býr nú og starfar. Stefán hefur hlotið Blóðdropann, glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags í þrígang. Fyrst fyrir Skipið (2007), þá Húsið (2012) og loks fyrir Grimmd (2013). Bækur hans hafa einnig fengið tilnefningar til Blóðdropans, Glerlykilsins og Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bókin Svartur á leik (2012) var kvikmynduð í leikstjórn Óskars Thors Axelssonar. Bækur Stefáns Mána hafa verið þýddar á erlend tungumál.

Unnur Lilja Aradóttir spratt fram á glæpasögusviðið með bók sinni Högginu sem kom út árið 2021. Fyrir hana hlaut hún glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn sem ætluð eru höfundum sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Árið 2023 kom svo út önnur spennusaga eftir Unni, bókin Utangarðs.
Glæpasögur Unnar Lilju fjalla um venjulegt fólk sem lendir í erfiðum aðstæðum og ýmis samfélagsmál, s.s. fátækt og klíkuskap sem geta grasserað í litlum samfélögum úti á landi. Unnur Lilja er fædd árið 1981 og býr á Álftanesi. Ásamt því að skrifa starfar hún sem sjúkraliði.

Bókakaffið er hluti af dagskránni Glæpafár á Íslandi sem haldin er í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag, sem fagnar 25 ára afmæli í ár.

Öll velkomin og aðgangur er ókeypis.

Verkefnið Glæpafár á Íslandi er styrkt af Bókasafnasjóði.

Svipaðir viðburðir

Sýning | Enginn getur allt en allir geta eitthvað
Haustfrí | Perlur og Morskóði
Haustfrí | Draugaleg Sögustund
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Umræðuþræðir | Fabrice Hyber: Líkami okkar er landið okkar
Næsta stopp: Varðveisluhús Borgarsögusafns
Opnun: Agnieszka Sosnowska & Ingunn Snædal / RASK
Syngjum saman | Jólasöngstund
Umræðuþræðir - Fabrice Hyber: Líkami okkar er landið okkar
Leiðsögn | Endrum og sinnum
Heimili Heimsmarkmiðanna : Hvernig er jöfnuður?
Núritun Live Coding Space | Leggjum línurnar
Sýningaropnun | Hreinn Friðfinnson: Endrum og sinnum
Leiðsögn listamanns | Hendi næst
Piparkökuarkitektúr – Fjölskyldusmiðja með ÞYKJÓ
Áramótahattar! – Fjölskyldusmiðja með H A G E hattagerðarmeisturum
Ullarkórónur – Fjölskyldusmiðja með Judith Amalíu
Ó!Rói – Aðventusmiðja fyrir fjölskyldur með ÞYKJÓ
Ull
Vík Prjónsdóttir – Ævisaga

#borginokkar