Útiskákmót á Ingólfstorgi
26, nóvember 2024 - 30, nóvember 2024
(sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 13.00 - 13.45
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu
Alþjóðlegi skákdagurinn er 20. júlí ár hvert. Tilefnið er stofnun FIDE – alþjóða skáksambandsins sem stofnað var þann dag, árið 1924, og fagnar því 100 ára afmæli.
Í tilefni þess ætlar FIDE að standa fyrir heimsmetstilraun þann 20. júlí. Markmiðið er metfjöldi í heiminum tefli þann dag. Sjá: https://100.fide.com/gwr/.
Skáksamband Íslands ætlar að taka þátt í þessu heimsmetstilrauninni og boðar til afmælismóts á Ingólfstorgi, kl. 13!
Heildarverðlaun verða 100.000 kr.
1. 50.000 kr.
2. 30.000 kr.
3. 20.000 kr.
Verðlaun skiptast eftir Hort-kerfinu. Aðeins þrír efstu eftir oddastigaútreikning* fá verðlaun.
Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 4+2.
Þátttökugjöld eru kr. 2.000 fyrir fullorðna en kr. 1.000. fyrir ungmenni á grunnskólaaldri (fædd 2008 eða síðar). Frítt fyrir titilhafa aðra en CM/WCM. Þátttökugjöld leggist inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir lok skráningarfrests. Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur farið fram.
Skráningarfrestur er til kl. 13, föstudaginn, 19. júlí. Ekki verður hægt að skrá sig eftir skráningarfrest