Kvöldgöngur │ Á slóðum Serra í Viðey
19, desember 2024 - 05, janúar 2025
(sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.00
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu
Í þessari kvöldgöngu verður verkið Áfangar bandaríska listamanninn Richard Serra skoðað gaumgæflilega, en verkið er umhverfislistaverk sem leggur undir sig alla Vesturey Viðeyjar og setur sterkan svip á ásýnd eyjunnar og umhverfi. Richard Serra (f. 1939), er einn virtasti myndlistarmaður samtímans. Mörg leiðandi söfn hafa haldið einkasýningar á verkum hans, m.a. Metropolitan Museum í New York árið 2010 og MoMA, sem hefur heiðrað hann með tveimur yfirlitssýningum, árin 1986 og 2007
Viðburðurinn hefst kl. 20.00 og er upphafsstaður við Viðeyjarferjuna á Skarfabakka. Markús Þór Andrésson deildarstjóri miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur hefur umsjón með leiðsögninni og eru gestir beðnir um að klæða sig eftir veðri.