Í Hafnarhúsi er lögð áhersla á sýningar á framsækinni og tilraunakenndri list eftir viðurkennda innlenda og alþjóðlega samtímalistamenn og ungt og upprennandi hæfileikafólk.
Á Kjarvalsstöðum eru reglulega sýningar á verkum Jóhannesar S. Kjarvals (1885 -1972) enda skipar hann sérstakan sess í íslenskri menningar- og listasögu sem einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar fyrr og síðar.
Ásmundarsafn er helgað verkum myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) og var safnið formlega opnað árið 1983. Safnið er til húsa í einstæðri byggingu sem var heimili og vinnustofa listamannsins.
Landnámssýningin byggir á kenningum fræðimanna um það sem fornleifar í Reykjavík geta sagt okkur um líf og störf þeirra sem fyrst settust hér að. Þungamiðjan er rúst skála frá 10. öld sem fannst árið 2001 og er varðveitt á sínum upphaflega stað.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíminn mætast. Markmið safnsins er að varðveita, safna og sýna bæði sögulega og samtímaljósmyndun í listrænu, félags- og menningarlegu samhengi.
Ertu á leiðinni í Kringluna? Vissir þú að við erum í tengibyggingunni á milli verslunarkjarnans og Borgarleikhússins? Það er því um að gera að kíkja við hjá okkur í leiðinni.
Miðbæjarsafnið okkar er í Grófarhúsi við Tryggvagötu. Þar ráðum við ríkjum á 1., 2. og 5. hæð, en í húsinu er einnig Borgarskjalasafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Þú verður ekki einmana í safninu í Sólheimum. Safnið er lítið og vinalegt og nándin mikil og er það vel sótt af íbúum hverfisins og öðrum. Þér er velkomið að nýta aðstöðuna á bókasafninu eins og þú vilt – til að dvelja, hitta aðra eða halda viðburð.
Bókasafnið í Spönginni býður upp á fjölbreyttan safnkost. Huggulegt er að lesa dagblöðin og nýjustu tímaritin yfir rjúkandi kaffibolla við fallegu gluggana á jarðhæðinni.