ulf_litil_inngangur

Borgarbókasafnið Úlfarsárdal

Úlfarsbraut 122, Reykjavík 113, 4116100

Opnunartími:
mán - fös: 6.30 - 22.00
lau - sun: 9.00 - 22.00

Vefsíða: https://borgarbokasafn.is/en/library/ulfarsardalur-en

Borgarbókasafnið í Úlfarsárdal er nýjasta bókasafn borgarinnar. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af bókum, borðspilum og tímaritum. Auk þess sem notendur hafa aðgang að tölvuveri, hljóðveri, smiðju og sal. Ef ykkur finnst eitthvað vanta í safnkostinn endilega látið okkur vita. Borgarbókasafnið deilir húsnæði með skólum, sundlaug og íþróttamiðstöð hverfisins. Bókasafnið er opið á opnunartíma sundlaugarinnar og þá er ykkur velkomið að nýta ykkur safnið, finna bók, skila bók eða bara njóta þess að slaka á, svo lengi sem ljósin eru kveikt. Á þjónustutíma er starfsfólk okkar tilbúið að aðstoða og veita ykkur upplýsingar. Það er sem sagt tvennskonar fyrirkomulag á almennri þjónustu við gesti safnsins, annarsvegar þjónustutími þar sem starfsfólk safnsins er inn á safninu og aðstoðar gesti eftir þörfum og hinsvegar opnunartími þar sem gestir notast við sjálfsafgreiðsluvélar og upplýsingarskjái en starfsfólk sundlaugarinnar getur þó aðstoðað ef nauðsyn krefur. Opnunartími safnsins helst því í hendur við opnunartíma sundlaugarinnar, þannig opnar safnið snemma og lokar seint. Við erum til húsa við Úlfarsbraut 122-124. Mjög gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða frá bílastæði við aðalinngang, önnur bílastæði eru við Dalskóla eða Framheimilið. Lyfta er í húsinu. Strætó nr. 18 stoppar við Úlfarsbraut. Sjá nánar á vefsíðu Strætó.

#borginokkar