Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Spöngin 41, Reykjavík 112, 4116230
Vefsíða: https://borgarbokasafn.is/en/library/spongin-en
Tölvupóstur: spongin@borgarbokasafn.is
Bókasafnið í Spönginni býður upp á fjölbreyttan safnkost. Huggulegt er að lesa dagblöðin og nýjustu tímaritin yfir rjúkandi kaffibolla við fallegu gluggana á jarðhæðinni. Þér er velkomið að nýta aðstöðuna á bókasafninu eins og þú vilt – til að dvelja, hitta aðra eða halda viðburð. Sýningarhaldið í Spönginni er blómlegt og við bjóðum að auki upp á spennandi viðburðadagskrá fyrir alla aldurshópa; tónleika, fyrirlestra, smiðjur og ýmislegt fleira!