Flæðarmál

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Dagsetningar
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
10, apríl 2024 - 28, apríl 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 12.00 - 17.00

Vefsíða https://hafnarborg.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Jónína Guðnadóttir (f. 1943) hefur um árabil verið í framvarðarsveit íslenskra leirlistamanna og vakti snemma athygli fyrir einstaka nytjahluti. Hún hefur jafnframt þróað sjálfstætt myndmál í listaverkum sem bera þekkingu hennar á leirnum gott vitni um leið og einstakt formskyn og hugmyndauðgi eru áberandi. Í verkum sýnum notar Jónína fjölbreyttan efnivið á borð við steinsteypu, gler og leir.

Ferill Jónínu hófst upp úr miðjum sjöunda áratugnum en þá hafði hún lagt stund á myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og við Konstfack í Stokkhólmi. Grunnur Jónínu er í leirlist og var hún öflugur brautryðjandi þess að rjúfa tengslin við nytjalistina og nota leirinn sem efnivið sjálfstæðra listaverka.

Frá því að Jónína hélt sína fyrstu einkasýningu í Unuhúsi árið 1968 hafa verk hennar verið sýnd víða í virtum sýningarsölum og söfnum bæði hér heima sem erlendis. Stór sýning var á verkum Jónínu á Kjarvalsstöðum árið 1997 en verk hennar hafa jafnframt verið sýnd reglulega í Hafnarborg. Jónína hefur ætíð vakið athygli fyrir þá gríðarmiklu vinnu og hugsun sem hún leggur í verk sín. Þá einkennast þau af afar vel mótuðum og framsæknum stíl í úrvinnslu og framsetningu viðfangsefnanna. Sýningin Flæðarmál er yfirlitssýning sem spannar allan feril listamannsins.

Sýningarstjóri er Aðalheiður Valgeirsdóttir.

Svipaðir viðburðir

Orgelandakt á Uppstigningardag
Aðgát – málþing um myndlist Borghildar Óskarsdóttur
Opnun útskriftarsýningar LHÍ
Vortónleikar Kvennakórs Háskóla Íslands
skart:gripur
Leiðsögn sýningarstjóra: Aðgát
Kvintettinn Kalais
Iceland Innovation Week
Karólína the Weaver
Reykjavík ... sagan heldur áfram
Chat and play in Icelandic
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
uppreisn

#borginokkar