UNGI Sviðslistahátíð fyrir unga áhorfendur

Tjarnargata 12, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Tjarnarbíó
25, apríl 2024 - 27, apríl 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 14.00 - 16.00

Vefsíða http://assitej.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Dagana 25-27 apríl höldum við UNGA sviðslistahátíð fyrir unga áhorfendur í sjöunda skiptið. Hátíðin, sem er annaðhvort ár, hefur skipað sér sess í hátíðaflóru Reykjavíkur og að þessu sinni verða sjö sýningar á hátíðinni. Sex þeirra koma frá Íslandi og verða sýndar í Tjarnarbíó og Borgarleikhúsinu. Auk þeirra kemur ein sýning frá Bretlandi.
Hátíðin er að þessu sinni og vonandi til framtíðar "afslöppuð" hátíð sem þýðir að sýningarnar verða aðgengilegar skynsegin börnum. Einnig verður boðið upp á sýningar með táknmálstúlkun og hljóðlýsingu. Við erum að venju í góðu samstarfi við Barnamenningarhátíð í Reykjavík sem verður haldin um sama leyti og UNGI og þökkum fyrir það tækifæri að bjóða þeim sem koma á Barnamenningarhátíð upp á frábært úrval sviðslistaverka fyrir börn og ungmenni.

Svipaðir viðburðir

Í tíma og ótíma
Í tíma og ótíma – listamanns- og sýningarstjóraspjall
Opnun – Í tíma og ótíma
Leiðsögn sýningarstjóra: Glitský
AI \ NI
When Jesus Divorced Me
Aðgát – málþing um myndlist Borghildar Óskarsdóttur
Opnun útskriftarsýningar LHÍ
skart:gripur
Leiðsögn sýningarstjóra: Aðgát
Kvintettinn Kalais
Iceland Innovation Week
Karólína the Weaver
Reykjavík ... sagan heldur áfram
Chat and play in Icelandic
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar