Hringrás

Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Listasafn Íslands
08, júní 2024 - 22, september 2024 (sjá dagatal fyrir aðrar dagsetningar)
Opið frá: 10.00 - 17.00

Vefsíða https://www.listahatid.is/vidburdir/hringras
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Alltumlykjandi myndbands- og hljóðverk í Listasafni Íslands

Í verkinu Hringrás eftir Tuma Magnússon koma saman allar þær ólíku vinnuaðferðir sem listamaðurinn hefur tileinkað sér í gegnum tíðina, jafnt í málverkum og ljósmyndum á tíunda áratugnum sem í vídeóverkum síðustu 20 ára. Hann skeytir saman ólíkum fyrirbærum, togar í sundur, snýr upp á, vinnur með hraðabreytingar og leggur að jöfnu hið örsmáa hið gríðarstóra. Tumi veltir því fyrir sér hvað það taki langan tíma að fara frá einum stað til annars og hversu hratt þarf að ferðast til þess að komast á áfangastað.

Hinn manngerði hversdagsleiki hefur löngum verið Tuma hugleikinn en í Hringrás tekst hann á við náttúruna á óvæntan hátt. Í verkinu kallar Tumi fram óvænta fleti á kunnuglegum fyrirbærum og kveikir ný hugrenningatengsl með áhorfandanum. Verkið er 14 rása vídeó- og hljóðinnsetning sem fyllir salinn myndum og hljóðum.

Svipaðir viðburðir

Listin talar tungum: Leiðsögn á frönsku
skart:gripur – leiðsögn og sýningarlok
Bókverkamarkaðurinn í Reykjavík
Vorverkin í garðinum
Listamannsspjall: Hlynur Pálma­son│Harm­ljóð um hest
OPNUN: Hlynur Pálma­son│Harm­ljóð um hest
SKART
Málþing um sýningahönnun
ELDBLÓM Hvernig dans varð að vöruhönnun
Í tíma og ótíma
AI \ NI
Orðasmiðja | "eins og"
Leikum og lögum – útsaumsnámskeið með Adriana Torres
Nordic Flamenco "Northern Pulse" - a Helsinki-based international Flamenco group show
Allt sem þú vildir vita um furðusögur en þorðir ekki að spyrja
Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur
skart:gripur
Leiðsögn sýningarstjóra: Aðgát
Smiðja | Pödduhótel
Vinur minn ánamaðkurinn

#borginokkar