Ingibjörg Turchi og hljómsveit / Djasskrakkar

Vonarstræti 3, 101 Reykjavík

Dagsetningar
IÐNÓ
10, júní 2024
Opið frá: 20.30 - 22.00

Vefsíða https://www.listahatid.is/vidburdir/ingibjorg-turchi-og-hljomsveit
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Ókeypis og öll velkomin!Rafbassaleikarinn Ingibjörg Turchi og hljómsveit leika verk af plötum Ingibjargar, Meliae (2020) og Stropha (2023) í bland við spuna. Tónlist Ingibjargar má lýsa sem einskonar blöndu hins rafmagnaða og hins náttúrulega. Ingibjörg og félagar skapa einstakan og dáleiðandi hljóðheim þar sem hið kunnuglega verður framandi á ný. Ingibjörg hefur m.a. hlotið Kraumsverðlaunin, viðurkenningu fyrir plötu ársins hjá Morgunblaðinu og fengið Íslensku tónlistarverðlaunin.

Djasskrakkar sjá um að hita tónleikagesti upp. Djasskrakkar er hljómsveit skipuð mosfellskum krökkum á aldrinum 9-13 ára sem hafa lært að spila djass eftir eyranu og spinna undir stjórn Odd André Elveland. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þau spilað víða, m.a. á Kids in Jazz-hátíðinni í Noregi auk þess sem þau eru gestgjafar tónlistarhátíðarinnar Barnadjass í Mosó.

Svipaðir viðburðir

Bókverkamarkaðurinn í Reykjavík
Vorverkin í garðinum
Vígslutónleikar Frobenius Kórorgelsins í Hallgrímskirkju
SKART
Málþing um sýningahönnun
ELDBLÓM Hvernig dans varð að vöruhönnun
Í tíma og ótíma
AI \ NI
Orðasmiðja | "eins og"
Leikum og lögum – útsaumsnámskeið með Adriana Torres
When Jesus Divorced Me
BSides Reykjavik Maí 2024 Tölvuöryggisráðstefna
Allt sem þú vildir vita um furðusögur en þorðir ekki að spyrja
Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur
skart:gripur
Reykjavík ... sagan heldur áfram
Lesum og spjöllum á íslensku
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar