Fuglasinfónía

Vonarstræti 3, 101 Reykjavík

Dagsetningar
IÐNÓ
01, júní 2024
Opið frá: 16.00 - 16.30

Vefsíða https://www.listahatid.is/vidburdir/fuglasinfonia
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Lokið augunum og ímyndið ykkur að þið liggið úti í mjúkum mosa. Sólin skín á andlitið og fuglarnir syngja. Vissuð þið að svartþröstur er í raun algjör hermikráka? Eða að hrossagaukurinn syngur alls ekki með gogginum heldur stélinu?! Krummi krunkar úti og kallar á nafna sinn - eða vill Krummi krunka inni og kallast á við krakka? Komið, finnið samhljóm og takið þátt í að semja Fuglasinfóníuna, nýtt tónverk eftir Sóleyju Stefánsdóttur í samstarfi við Þýkjó.
ÞYKJÓ er teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar. ÞYKJÓ hefur verið tilnefnt til Hönnunarverðlaunanna.
Sóley Stefánsdóttir er tónskáld og tónlistarkona og hefur gefið út fjölmargar plötur og verk, auk þess að semja fyrir leikhús og aðra miðla. Nýjasta plata hennar, Mother Melancholia, var valin plata ársins í opnum flokki á ÍSTÓN 2022 ásamt því að vera tilnefnd til Norrænu Tónlistarverðlaunanna sama ár.

Svipaðir viðburðir

Bókverkamarkaðurinn í Reykjavík
Vorverkin í garðinum
Vígslutónleikar Frobenius Kórorgelsins í Hallgrímskirkju
Málþing um sýningahönnun
ELDBLÓM Hvernig dans varð að vöruhönnun
SKART
Í tíma og ótíma
AI \ NI
Orðasmiðja | "eins og"
Leikum og lögum – útsaumsnámskeið með Adriana Torres
When Jesus Divorced Me
BSides Reykjavik Maí 2024 Tölvuöryggisráðstefna
Allt sem þú vildir vita um furðusögur en þorðir ekki að spyrja
Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur
skart:gripur
Reykjavík ... sagan heldur áfram
Lesum og spjöllum á íslensku
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10
J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30

#borginokkar