Á mínu máli: skart:gripur – leiðsögn á pólsku

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Dagsetningar
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
20, apríl 2024
Opið frá: 14.00 - 15.00

Vefsíða https://www.hafnarborg.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Laugardaginn 20. apríl kl. 14 verður boðið upp á leiðsögn á pólsku um sýninguna skart:gripur ásamt gullsmiðnum Mörtu Staworowska. Þá er Marta einn þátttakenda í sýningunni en þar getur að líta gripi eftir hóp níu gullsmiða, skartgripahönnuða og listamanna sem varpa ljósi á skartið í samtíma okkar.

Í sýningunni, auk Mörtu, taka þátt þau Anna María Pitt, Arna Gná, Ágústa Arnardóttir, James Merry, Hildur Ýr Jónsdóttir, Helga Mogensen, Katla Karlsdóttir og Orr en sýningin er sett upp í tengslum við HönnunarMars 2024. Sýningarstjóri er Brynhildur Pálsdóttir.

Marta Staworowska (f. 1985) er sjálf lærður landslagsarkitekt, listfræðingur og gullsmiður. Áður en hún flutti til Íslands fyrir sex árum starfaði hún fyrir pólska herinn og var staðsett í Afganistan. Hún útskrifaðist fyrr á þessu ári sem gullsmiður frá Tækniskólanum og starfar hjá Aurum við smíði skartgripa.

Á mínu máli er viðburðadagskrá sem miðar að því að auka aðgengi fólks með margs konar bakgrunn að Hafnarborg með því að bjóða gesti velkomna á ólíkum tungumálum. Verkefnið er styrkt af safnasjóði.

Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.

Svipaðir viðburðir

skart:gripur – leiðsögn og sýningarlok
Listin talar tungum: Leiðsögn á frönsku
Bókverkamarkaðurinn í Reykjavík
Vorverkin í garðinum
Listamannsspjall: Hlynur Pálma­son│Harm­ljóð um hest
OPNUN: Hlynur Pálma­son│Harm­ljóð um hest
Málþing um sýningahönnun
ELDBLÓM Hvernig dans varð að vöruhönnun
SKART
Í tíma og ótíma
AI \ NI
Orðasmiðja | "eins og"
Leikum og lögum – útsaumsnámskeið með Adriana Torres
Nordic Flamenco "Northern Pulse" - a Helsinki-based international Flamenco group show
Allt sem þú vildir vita um furðusögur en þorðir ekki að spyrja
Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur
skart:gripur
Leiðsögn sýningarstjóra: Aðgát
Smiðja | Pödduhótel
Vinur minn ánamaðkurinn

#borginokkar