Hvað er mold?

Hamraborg 4, 200 Kópavogur

Dagsetningar
Gerðarsafn
18, apríl 2024
Opið frá: 12.15 - 13.00

Vefsíða https://menning.kopavogur.is/event/hvad-er-mold/
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Hvað er" er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli.

Viðfangsefni þessa hádegisfyrirlestrar er í anda komandi birtu og sumars þar sem Ólafur Arnalds, líffræðingur mun fjalla um mold en Ólafur er einn fremsti vísindamaður landsins á sviði jarðvegsrannsókna.

Ólafur Arnalds hefur stundað rannsóknir á landgræðslu, kolefnisbindingu í jarðvegi, vistheimt og ástandi lands, sem nýtast meðal annars fyrir ákvörðun á stöðu beitilanda og endurheimt landgæða. Hann leiddi verkefnið Nytjaland sem er viðamikill gagnagrunnur um eðli yfirborðs landsins.

Ólafur vann við rannsóknir á eiginleikum íslensks jarðvegs um langa hríð. Hann mótaði m.a. aðferðir við flokkun moldarinnar og er aðalhöfundur jarðvegskorts fyrir landið. Ólafur tók virkan þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um jarðveg á eldfjallasvæðum sem og við þróun regluverks um jarðvegsvernd á vegum Evrópusambandsins. Bók hans, Mold ert þú – jarðvegur og íslensk náttúra, kom út árið 2023 og hlaut viðurkenningu Hagþenkis.

Fyrirlesturinn fer fram í Gerðarsafni, í fræðslurými á fyrstu hæð.
Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Svipaðir viðburðir

Listin talar tungum: Leiðsögn á frönsku
skart:gripur – leiðsögn og sýningarlok
Bókverkamarkaðurinn í Reykjavík
Vorverkin í garðinum
Listamannsspjall: Hlynur Pálma­son│Harm­ljóð um hest
OPNUN: Hlynur Pálma­son│Harm­ljóð um hest
SKART
Málþing um sýningahönnun
ELDBLÓM Hvernig dans varð að vöruhönnun
Í tíma og ótíma
AI \ NI
Orðasmiðja | "eins og"
Leikum og lögum – útsaumsnámskeið með Adriana Torres
Nordic Flamenco "Northern Pulse" - a Helsinki-based international Flamenco group show
Allt sem þú vildir vita um furðusögur en þorðir ekki að spyrja
Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur
skart:gripur
Leiðsögn sýningarstjóra: Aðgát
Smiðja | Pödduhótel
Vinur minn ánamaðkurinn

#borginokkar