Síðdegistónar í Hafnarborg – Blúsband Maríu

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Dagsetningar
Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
19, apríl 2024
Opið frá: 18.00 - 19.00

Vefsíða https://www.hafnarborg.is
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Föstudaginn 19. apríl kl. 18 mun Blúsband Maríu Magnúsdóttur koma fram á næstu Síðdegistónum í Hafnarborg en Blúsband Maríu er nýstofnuð hljómsveit. Hljómsveitina skipa stórsöngkonan María Magnúsdóttir, reynsluboltinn Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Birgir Steinn Theodorsson, sem handleikur bassann af einskærri snilld, og hin fjölhæfa Sólrún Mjöll Kjartansdóttir á trommur.

Á efnisskrá kvöldsins verða gamlir blúsar í nýjum útsetningum ásamt nýju efni sem snertir á gullöld sálartónlistarinnar. Þá heiðrar hljómsveitin listamenn á borð við Robert Johnson, Bessie Smith, Ettu James, Beth Hart og Tom Waits.

Tónleikarnir standa í um klukkustund og er aðgangur ókeypis.

Tónleikaröðin er styrkt af Hafnarfjarðarbæ, Tónlistarsjóði Rannís og Menningarsjóði FÍH.

Svipaðir viðburðir

skart:gripur – leiðsögn og sýningarlok
Listin talar tungum: Leiðsögn á frönsku
Bókverkamarkaðurinn í Reykjavík
Vorverkin í garðinum
Listamannsspjall: Hlynur Pálma­son│Harm­ljóð um hest
OPNUN: Hlynur Pálma­son│Harm­ljóð um hest
SKART
Málþing um sýningahönnun
ELDBLÓM Hvernig dans varð að vöruhönnun
Í tíma og ótíma
AI \ NI
Leikum og lögum – útsaumsnámskeið með Adriana Torres
Nordic Flamenco "Northern Pulse" - a Helsinki-based international Flamenco group show
Allt sem þú vildir vita um furðusögur en þorðir ekki að spyrja
Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur
skart:gripur
Leiðsögn sýningarstjóra: Aðgát
Smiðja | Pödduhótel
Vinur minn ánamaðkurinn
Reykjavík ... sagan heldur áfram

#borginokkar